Firmakeppni SA lokið - Íslandsbanki sigraði.

Myndaniðurstaða fyrir íslandsbanki

Hin árlega firmakeppni Skákfélagsins hófst fljótlega eftir páska. Leitað var til fyrirtækja og stofnana um þátttöku í keppninni og voru þátttakendur alls 38. Keppnin var tvískipt, fyrst voru tefldar undanrásir í fjórum riðlum. Dregið var um það hver tefldi fyrir hvert fyrirtæki og gáfu þrjú efstu sætin rétt til þátttöku í úrslitum sem fóru fram þann 13. maí.

Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt í keppninni:

Akureyrarbær
Arion banki
Bautinn
Becromal
Bílaleiga Akureyrar
Blikk- og tækniþjónustan
BSO
Bústólpi
Grófargil
Gullsmiðir SOP
Gúmmíbátaþjónustan
Hafnarsamlag Norðurlands
Heimilistæki
Íslandsbanki
Íslensk verðbréf
KEA
Kjarnafæði
KPMG
Krua Síam
Kúnígúnd
Landsbankinn
Litla saumastofan
Matur og mörk
Norðlenska
Norðurorka
Nýja Kaffibrennslan
Olís
Rafeyri
Raftákn
Rarik
Samherji
SBA-Norðurleið
Sjóvá
Skíðaþjónustan
Sólskógar
TM
Tölvulistinn
VÍS

 

Úrslit í riðlakeppninni urðu þessi:

Í fyrsta riðli komust fjármálafyrirtækin Arion banki, Íslandsbanki og Íslensk verðbréf áfram, en Gullsmiðir SOP urðu í fjórða sæti. Alls kepptu níu fyrirtæki í þessum riðli.

Úr öðrum riðli komust systurfélögin Kúnígúnd og Tölvulistinn áfram ásamt Norðurorku en KEA varð í fjórða sæti. Einnig níu þátttakendur hér.

Í þriðja riðli var barátta hörð, en þar enduðu SBA-Norðurleið, Blikk- og tækniþjónustan og Matur og mörk í þremur efstu sætunum. Bústólpi varð í fjóðra sæti.

Í lokariðlinum féllu þrjú efstu sætin í skaut Litlu saumastofunnar, Sjóvár og Skíðaþjónustunnar, sem varð hársbreidd á undan Becromal.

Þar með var ljóst hvaða tólf félög myndu tefla til úrslita þann 13. maí. Eins og áður var dregið um það hver tefldi fyrir hönd hvaða félags.

Þar reyndist Íslandsbanki hafa heppnina með sér. Jón Kristinn Þorgeirsson sem tefldi fyrir þeirra hönd var í fantastuði og vann allar sínar skákir. Aðrir þátttakendur komu þar í humátt á eftir. Efstu félögin í úrslitum voru þessi:

  1. Íslandsbanki (Jón Kristinn Þorgeirsson)
  2. Sjóvá (Símon Þórhallsson)

3-4.  Skíðaþjónustan (Ólafur Kristjánsson) og

   Arion banki (Áskell Örn Kárason)

  1. Litla Saumastofan (Sigurður Arnarson)
  2. Matur og mörk (Haraldur Haraldsson)

7-12. sæti: Kúnigúnd, Blikk- og tækniþjónustan, Tölvulistinn, Íslensk verðbréf, Norðurorka og SBA-Norðurleið.

 

Skákfélag Akureyrar þakkar öllum fyrir þátttökuna og þann styrk til félagsins sem í henni felst. Tekist hefur að hafa þessa fjáröflun þannig að öll þátttökugjöldin renna óskipt til starfsemi Skákfélagsins, að langmestu leyti til barna- og unglingastarfs. Þeir sem taka þátt leggja þannig fram mikilvægan skerf til örvandi og heilbrigðrar tómstundaiðju í okkar bæjarfélagi.  Hafi þeir þökk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband