Stuðulegar skiptamunsfórnir

Fræðslunefnd Skákfélags Akureyrar gerir kunnugt!
1. fræðslufundur félagsins á þessum vetri verður haldinn fimmtudaginn 15. 10. 2015. Ber hann heitið Stöðulegar skiptamunsfórnir.
Skiptamunsfórnir eru algengar í skák. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir í hverskonar stöðum léttur maður er betri en hrókur og í hvernig hægt er að fórna skiptamun fyrir varanlegt frumkvæði.
Auðvitað er einnig hægt að fórna skiptamun fyrir kóngssókn eða láta skiptamun af hendi og fá tvö peð fyrir. Í þessum fyrirlestri verður ekki farið yfir slíkar stöður. Þær bíða betri tíma.

Herlegheitin hefjast kl. 20.00 í Skákheimilinu og er aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Að venju er búist við athugasemdum úr sal.

Fyrirlesturinn flytur Sigurður Arnarson FIDE Instructur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband