Norðurorkumótið - mikilvægar upplýsingar

Norðurorka

Þátttaka:

Þegar eru 16 keppendur skráðir til leiks – við stefnum ótrauð að 20 keppendum. Þessir eru skráðir:

Andri Freyr Björgvinsson

Auðunn Elfar Þórarinsson

Áskell Örn Kárason

Benedikt Stefánsson

Eymundur Eymundsson

Gabríel Freyr Björnsson

Haraldur Haraldsson

Hjörleifur Halldórsson

Jón Kristinn Þorgeirsson

Karl Egill Steingrímsson

Óliver Ísak Ólason

Sigurður Eiríksson

Símon Þórhallsson

Smári Ólafsson

Sveinbjörn Sigurðsson

Ulker Gasanova

 

Dagskrá:

Teflt verður sex sunnudaga í röð, alltaf kl. 13.00. Ein umferð verður á fimmtudegi kl. 18.00. Sú umferð verðuur tefld fimmtudaginn 5. febrúar (en ekki 19. febrúar eins og áður var auglýst). Lokaumferðin verður sunnudaginn 22. febrúar.

 

Frestanir og yfirseta:

Heimilt verður að sitja yfir einu sinni í umferðum 1-5. Þá þarf ekki að tefla skákina en keppandi fær ½ vinning. Tilkynna þarf um yfirsetu (bye) fyrir upphaf umferðarinnar á undan. T.d. ef keppandi ætlar að sitja yfir í 2. umferð þarf að láta vita af því fyrir upphaf 1. umferðar. Yfirsetu í 1. umferð þarf að tilkynna skákstjóra fyrir miðnætti 17. janúar, í netfangið sigarn@akmennt.is.

Þá er hægt að óska eftir frestun á skák, en sú ósk verður að koma fram áður en mótið byrjar. Aðeins í untantekningartilvikum verður fallist á ósk um frestun sem kemur fram eftir að mótið er hafið. Frestuð skák verður tefld við fyrsta tækiæri og þarf vitaskuld að vera lokið fyrir næstu umferð. Ef af einhverjum orsökum reynist ókleift eða illmögulegt að tefla frestaða skák getur skákstjóri ákveðið að skrá úrslitin sem ½ vinning vegna yfirsetu.

 

Upphaf skákar:

Best fer á því að allir keppendur séu mættir á skákstað við upphaf umferðar og allar skákir geti hafist á sama tíma, þegar skákklukkurnar eru settar af stað. Ef keppandi er ekki mættur til leiks 30 mínútum eftir upphaf umferðar, tapar hann skákinni.

Sérstaklega er brýnt fyrir keppendum að mæta tímanlega fyrir fyrstu umferð og staðfesta þátttöku sína við skákstjóra. Sá sem er ekki mættur við upphaf fyrstu umferðar og hefur ekki tilkynnt um seinkun, getur átt von á því að vera strikaður út af keppendalistanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband