Ađ skella í sig súpu

IMG_0061

Í gćr beiđ Áskell sinn fyrsta ósigur á heimsmeistaramóti öldunga. Fyrstur til ađ leggja kappann var stórmeistari frá Rúmeníu, Suba ađ nafni. Hann hefur áđur gert okkur Íslendingum skráveifu. Frćgt varđ ađ eindćmum ţegar hann tefldi viđ Íslending á Ólympíumóti áriđ 1978. Sú skák var jafnteflisleg ţegar hún fór í biđ. Ţá hringdi Suba í landsliđsmanninn Ingvar og bauđ honum jafntefli sem Ingvar ţáđi. Morguninn eftir mćttu ţeir báđir til skákstjóra en ţá kannađist Suba ekkert viđ jafnteflisbođiđ svo ţeir ţurftu ađ setjast ađ tafli. Auđvitađ vann dóninn enda hafđi hann skođađ stöđuna međ sínum ađstođarmönnum en ekki Ingvar.

Skákin gekk ţannig fyrir sig ađ Áskell, sem hafđi hvítt, byggđi upp efnilega sóknarstöđu á kóngsvćng en Suba leitađi eftir mótspili á drottningarvćng.  Ţótti fréttaritara stađa formannsins vćnleg lengi framan af en ekki er sopin súpan ţótt í ausuna sé komin og svo fór ađ lokum ađ Suba skellti formanninum eftir miklar sviptingar ţar sem Áskell teygđi sig heldur of langt til vinnings.

Í dag mćtir Áskell hinum geđuga Dana Jřrn Sloth í lokaumferđ mótsins. Áskell lagđi hann á Bornholm og tryggđi sér ţátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Ţeim Norđurlandabúum er vel til vina en enginn er annars bróđir í leik. Skákin verđur í beinni á netinu og hefst kl. 15. Slóđ á skákina má finna og má finna neđar á síđunni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband