Að skella í sig súpu

IMG_0061

Í gær beið Áskell sinn fyrsta ósigur á heimsmeistaramóti öldunga. Fyrstur til að leggja kappann var stórmeistari frá Rúmeníu, Suba að nafni. Hann hefur áður gert okkur Íslendingum skráveifu. Frægt varð að eindæmum þegar hann tefldi við Íslending á Ólympíumóti árið 1978. Sú skák var jafnteflisleg þegar hún fór í bið. Þá hringdi Suba í landsliðsmanninn Ingvar og bauð honum jafntefli sem Ingvar þáði. Morguninn eftir mættu þeir báðir til skákstjóra en þá kannaðist Suba ekkert við jafnteflisboðið svo þeir þurftu að setjast að tafli. Auðvitað vann dóninn enda hafði hann skoðað stöðuna með sínum aðstoðarmönnum en ekki Ingvar.

Skákin gekk þannig fyrir sig að Áskell, sem hafði hvítt, byggði upp efnilega sóknarstöðu á kóngsvæng en Suba leitaði eftir mótspili á drottningarvæng.  Þótti fréttaritara staða formannsins vænleg lengi framan af en ekki er sopin súpan þótt í ausuna sé komin og svo fór að lokum að Suba skellti formanninum eftir miklar sviptingar þar sem Áskell teygði sig heldur of langt til vinnings.

Í dag mætir Áskell hinum geðuga Dana Jørn Sloth í lokaumferð mótsins. Áskell lagði hann á Bornholm og tryggði sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Þeim Norðurlandabúum er vel til vina en enginn er annars bróðir í leik. Skákin verður í beinni á netinu og hefst kl. 15. Slóð á skákina má finna og má finna neðar á síðunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband