Mikael efstur við þriðja mann

Í dag fór fram lokaumferð Meistaramóti Skákskóla Íslands. Fyrir umferðina var Mikael Jóhann Karlsson (1926) einn efstur en hann þurfti að lúta í gras í síðustu umferð. Hann hlaut 5,5 vinninga af 7 möguleikum og þarf að þreyja einvígi við Oliver Jóhannesson og Jón Trausta Harðarson um Meistaramótstitilinn. Mun einvígið fara fram um næstu helgi og sendum við okkar manni baráttukveðjur.

Símon Þórhallsson (1197) stóð sig einnig mjög vel og hlaut 3,5 vinninga. Frammistaða hans í mótinu jafngilti 1612 alþjóðlegum stigum og mun hann hækka á stigum fyrir mótið.

Sjá má árangur einstakra manna á þessari slóð http://chess-results.com/tnr74337.aspx?art=1&rd=7&lan=1&fed=ISL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband