Evrópumeistaramót ungmenna 2009.

Jón Kristinn
Jón Kristinn
Jón Kristinn Ţorgeirsson keppir á Evrópumeistaramóti ungmenna 10 - 18 ára sem fram fer í Ferma á Ítalíu dagana 31. ágúst til 10. september. En alls fara sjö ungmenni frá Íslandi á mótiđ en ţau eru:  Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Sigríđur Björg Helgadóttir tefla í flokki stúlkna 18 ára og yngri,  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir í flokki stúlkna 16 ára og yngri og Hrund Hauksdóttir í flokki stúlkna 14 ára og yngri. Dađi Ómarsson teflir í flokki pilta 18 ára og yngri, Dagur Andri Friđgeirsson í flokki pilta 16 ára og yngri og Jón Kristinn Ţorgeirsson  í flokki pilta 10 ára og yngri.  Helgi Ólafsson verđur farar- og liđsstjóri.

Jón Kristinn sem verđur tíu ára eftir nokkra daga er eitt mesta efni sem hefur komiđ fram hjá Skákfélagi Akureyrar og er hann sá yngsti í sögu félagsins sem fer á stórmót erlendis. Jón var Íslandsmeistari barna 2009 í janúar sl. Alls eru um níutíu keppendur skráđir í flokknum tíu ára og yngri og er Evgeny Shtembuliak frá Úkraníu stigahćstur 2021  stig og nćstur er Benjamin Gledura frá Ungverjalandi međ 2007 stig. Heimsmeistarinn 2007 í flokki 8 ára og yngri Konstantin Savenkov frá Rússlandi er ţrettándi stigahćsti keppandinn međ 1801 stig.  . Skákfélag Akureyrar óskar Jóni góđs gengis og jafnframt öllum íslensku keppendum velfarnađar á mótinu.  Heimasíđa EM   http://www.euroyouth2009.com/                                                                                                         

Ţess má geta ađ Mikael Jóhann Karlsson 14 ára fer á Heimsmeistaramót unglinga, haldiđ í Tyrklandi síđar á árinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband