Landsliðsflokkur kvenna 2008.

Ulker Gasanova (1415) vann Guðlaugu Þorsteinsdóttir (2130) margfaldan íslandsmeistara í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem hófst í gær.

Ulker hafði svart og var tefld Sikileyjarvörn þar sem Ulker stutt hrókaði en Guðlaug langhrókaði og var sótt vel á báða vængi, en Ulker lagði eina saklausa gildru og skákaði með riddara og vann drottningu með skák, og tefldi af nákvæmi eftir það eftir hetjuleg barráttu Guðlaugu sem reyndi að gera eins erfitt fyrrir Ulker. Ulker vann lang stiga hæsta keppendan á mótinu, sannarleg óvænt úrslit. Ulker ætlaði að fara að bjóða jafntefli í stöðu sem var að koma upp mjög spennandi og möguleikar á báða aðila mjög jafnar. Alls tefla átta stúlkur í landsliðsflokknum og er Ulker langstigalægst keppenda.

Í 2. umferð sem fer fram í kvöld teflir Ulker við Sigríðu Björg Helgudóttir. Alls verða tefldar sjö umferðir og mótinu lýkur 23. október. Keppt er í Gerðubergi í Garðabæ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband