Unglingar í keppnisferð til Danmerkur í sumar

Mikael,Ólafur,Hjörtur,Hugi,Gestur og Ulker
Mikael,Ólafur,Hjörtur,Hugi,Gestur og Ulker

Í júlí fóru sex unglingar úr Skákfélagi Akureyrar á aldrinum 11 til 15 ára á hið árlega alþjóðlega mótið Politiken Cup í Helsingör í Danmörku, en mótið var jafnframt Norðurlandamót.

Unglingarnir voru. Gestur Vagn Baldursson, Hugi Hlynsson, Ólafur Ólafsson, Ulker Gasanova, Hjörtur Snær Jónsson og Mikael Jóhann Karlsson. Bróðir Mikaels, Ólafur Uni tók einnig þátt, Gylfi Þórhallsson og Ólafur Ólafsson eldri tefldu einnig og voru jafnframt farastjórar ásamt Jóni Magnússyni, Önnu Traustadóttir og Karli Hjaltasyni.

Teflft var í Lo-Skolen stendur rétt utan við borgina Helsingör, en íbúar þar eru 50-60.000 talsins. Helsingör er m.a. þekkt fyrir að vera sögusviðið í Hamlet, hinu fræga verki Shakespeare's. Lo-Skolen er gríðarlega stór, er með 200 herbergjum og hefur hvert herbergi síma, sjónvarp, salernis- og sturtuaðstöðu. Fæði mjög gott á staðnum, m.a. morgunnmatur mjög fjölbreyttur, þar af auki höfðum við aðgang að eldhúsi/setustofu fyrir okkur. Þetta var því eins og á fínu hóteli og ekki undan neinu að kvarta.

Ekki spillti fyrir að umhverfið í kringum staðinn er mjög fallegt, en þar ber að líta bæði skóga og strandir. Hagt var að fá lánuð hjól á staðnum sem við fengjum okkur annað slagið og farið í hjólreiðatúra og auk þess var farið oft í göngutúra.

Á skákmótinu voru um 300 þátttakendur, þar af 26 frá Íslandi. Það voru 18 stórmeistarar og 11 alþjóðlegir meistarar í mótinu. Gylfi var langstiga hæstur Akureyringa var í 74 sæti á stigalistanum fyrir mótið með 2195 stig, Gylfi hafnaði í 31 - 50 sæti, fékk 6,5 v. af 10 og sigraði í sínum stigaflokki 2200 stig og minna, Norðurlandameistari titil þar í höfn, hann var jafnframt efstur Íslendinga ásamt Braga Þorfinnssyni alþjóðlm., og Guðmundi Kjartanssyni, en síðan komu Þröstur Þórhallsson stórmeistari og hinn bráðefnilegi unglingur Hjörvar Steinn Grétarsson með 6 v. Gylfi tefldi m.a. við stórmeistarann Michal Krasenkow (2660) frá Póllandi sem sigraði í mótinu, hlut 8 v. Skák þeirra var mjög spennandi en Gylfi lék af sér manni í ívið betri stöðu og tapaði. Ólafur (eldri) var sputning okkar manna en hann var að tefla á sínu fyrsta kappskákmóti og hlaut 3,5 v. en með smáheppni hefði hann hlotið fleiri vinninga.

Unglingarnir komu þarna fast á hæla honum, Gestur hlaut einnig 3,5 v, Ólafur (yngri) og Hugi fengu 3. v. og Ulker 2,5 v. Þau voru öll að tefla yfirleitt við mun stigahærri keppenda en samt stóðu þau vel gegn þeim og fengu þau góðar stöður. En ótrúleglega lánleysi þeirra fóru með allt of margar góðar skákir í forgörðum, t.d. Ólafur y. Stóð til vinnings í minnsta kosti í tveim skákum, þegar hann lék illilega af sér. Hugi og Ulker fengu nokkrar fínar stöður á móti reynslumiklum erlendum andstæðingum, sem þau glopruðu niður í blá lokin.

Mikael tefldi í b-flokki 1 og hafnaði í 4. sæti, fékk 3,5 v. af 7 .
Ólafur Uni tefldi í b-flokki 2 og varð í 6.sæti með 2. v. og Hjörtur hlaut 1 v. og varð í 7.-8. sæti. Það kom okkur mjög á óvart að keppendur í b - flokki voru allflestir harðfullorðnir menn sem höfðu þann styrkleika að tefla í efsta flokknum. Mikael tefldi við keppenda frá Noregi í 1. umferð og tapaði, en Norsarinn tapaði í 2. og í 3. umf. og hætti keppni. Því fengu allir keppendur í flokknum vinning á hann nema Mikael. Þegar keppandi hættir í móti áður en það er hálfnað á að strika keppandann út úr mótinu, eins og renglur segja um, en dönsku skákstjórarnir gerðu það ekki, hefði hann verið strikaður út, mundi Mikael hafna í 3. og verðlaunasæti.

Fimmtán mínútna mót var haldið fyrir 14 ára og yngri og þar sigraði Mikael glæsilega sinn flokk, vann allar sínar fimm skákir, og Hjörtur hafnaði í 3. sæti.

Árangur unglinganna mega þau vel við una, á sínu fyrsta móti erlendis. Þau voru nánast í hverju umferð að tefla við mun stigahærri andstæðing og verða reynslunni ríkari eftir velheppna mót. Fyrir og meðan mótið stóð yfir voru skákæfingar flesta daga.

Farið var í skoðunarferðir bæði fyrir og eftir mót, t.d. í Kronborg kastalann í Helsingör, Tívolí í Kaupmannahöfn og einnig farið í Bakken. Farið í siglingu í Kaupmannahöfn, siglt m.a. framhjá hinu glæsilega óperuhúsi þeirra dana og litlu hafmeyjunni. Einnig var farið með ferju frá Helsingör til Helsingborg í Svíþjóð og stoppað þar í nokkra klukkutíma. Ferðin tókst mjög vel í alla staði og hin ánægjulegasta.

Skákfélag Akureyrar þakkar farastjórum fyrir frábæra umhyggju og skipulagningu ferðarinnar, einnig þakkir til Flovin Thor Næs félaga okkar sem býr í Kaupmannhöfn, en hann aðstoðaði okkur fyrir ferðina um ferðir og gistingu í borginni.

Skákfélag Akureyrar vill koma hér þakklæti til þeirra aðila sem styrktu ferð unglingana, en þau voru:

Baugur Group, Menningar- og viðurkenningasjóður KEA

Menningjasjóður Akureyrarbæjar, og Sparisjóður Norðlendinga.

Fjöldi mynda var tekin í ferðinni og eru birtar hér annars staðar á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband