Spútnik fór á loft

Mögnuð sveitakeppni var háð á vegum félagsins í síðustu viku. Ekki hefur fest nafn á þessa keppni, en meðal tillagna sem fram hafa komið er "Þristurinn" og "Þrenningin", jafnvel "Heilög þrenning".

Keppnin var með þvó sniði að útfendir voru fyrirliðar og safnaði hver fyrir sig í þriggja manna sveit. Skilyrpi voru þau að samanlögð stigatala liðsmanna mátti ekki fara yfir 5000 stig (hraðskákstig ef þau voru í boði, annars kappskákstig)og voru stigalausir þá reiknaðir með 1000 stig. Í flestum sveitum mun hafa verið einn stigalaus maður. Heildarúrslit urðu sem hér segir:

 liðfyrirl1234567vinn
1SpútnikarRúnar 22222313
2HrægammarÁskell1 32,512,5212
3DrangarnirEymundur01 32,53110,5
4MóamunkarSig. A10,50 21,528
5TeamtaxiSmári120,51 1,528
6PepsimaxElsa10,501,51,5 37,5
7DuranonaAndri012110 5

Í sigurliðinu voru þeir Rúnar Sigurpálsson, Hjörtur Steinbergsson og Óskar Jensson. Miskunnarlaus barátta var um sigurinn milli Spútnikanna og Hrægamma, sem höfðu forystu framan af, en máttu játa sig sigraða í lokaviðureigninni við sigurliðið. Þar voru innanborðs Áskell Örn Kárason, Karl Egill Steingrímsson og Grétar Þór Eyþórsson. Árangur á einstökum borðum var ekki færður til bókar, en þó er vitað að Rúnar vann allar skákir sínar á fyrsta borði og Grétar fékk 5,5 vinninga af sex á þriðja borði. Um annað borðið hefur fréttaritari ekki glöggar upplýsingar.

Þetta mót þótti með eindæmum vel heppnað og verður örugglega endurtekið, með sama sniði eða mjög svipuðu.


Bloggfærslur 5. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband