Skákþingið; Rúnar og Símon efstir fyrir lokaumferðina

Sjötta og næstsíðasta umferð Skákþings Akureyrar 2019 fór fram í kvöld. Tvær skákir stóðu stutt yfir.

Benedikt-Rúnar   0-1

Bensi varaði sig ekki á hinni hógværu Alékins-vörn Rúnars; spennti bogann hátt þegar í upphafi og fórnaði nokkrum mönnum að óþörfu. Þegar veruleikinn blasti vð honum ákvað hann að gefast upp; 0-1 eftir 22 leiki.

Arnar Smári-Sigurður 0-1

Arnar ákvað í þetta sinn að hvíla Grand-prix afbrigðið gegn Sikileyjarvörn og fór hægt í sakirnar. Svartur gat því auðveldlega jafnað taflið og varð sýslumannsfulltrúanum ekki skotaskuld úr því. Þótt hann hafi borið skarðan hlut frá fyrri skákum sýndi Sigurður nú að hann er ekki gefin veiði. Þegar annað mannstap hins nýbakaða Haugnesings leit dagsins ljós sá hann þann kost vænstan að skila inn skírteininu og fella kónginn. 0-1 eftir 21 leik.

Andri-Smári 1/2-1/2

Í þessari skák var undiraldan elngi þung. Hvítur fór sér hægt í byrjun en lagðist þó þungt á stöðuandstæðingsins a-la-Júsupov. Hvassafellskappin reyndist þó háll sem áll og varðist af engu minni þunga. Steðjaði nú tímahrak að báðum keppendum, þeim Hvassa fyrst, en eftir það að kennaranemanum. Í þungramannatafli hékk hann lengi vel á lakkinu svokölluðu undir lokin. Hann var þó í góðum færum en svartur þræddi einstigið og náði að virkja kóng sinn undir lokin. Það reynist oft vel í hróksendatöflum og tryggði honum loks jafntefli eftir tæplega fimm tíma setu. 

Stefán-Símon 0-1

Stefán Jónsson, sem mundar nú mannskap á taflborði eftir nokkurra áratuga hlé, hefur sýnt að hann á fullt erindi í hóp bestu keppnismanna félagsins og mega þeir hafa sig alla við þótt þrautþjálfaðir séu. Það fékk Jungmeister Símon líka að reyna; fékk bærilega stöðu með svörtu eftir byrjunin og tefldi djarft til vinnings. Tímabundin peðsfórn reyndist honum vel og á örlagastundu náði hann að þvinga fram allsherjaruppskipti og voru þá báðir með eitt peð með kóngi sínum. Þá reyndist svarta peðið hraðskreiðara og á því vannst taflið.

Fyrir lokaumferð skákþingsins næsta sunnudag, 3. febrúar eru þeir jafnir, Símon Þórhallsson og fráfarandi meistari, Rúnar Sigurpálsson, með fimm og hálfan vinning. Þeir eru því íklegastir til að kljást um sigurinn, en Andri Freyr, sem hefur vinningi minna á enn fræðilega möguleika á efsta sætinu, en til þess að ná því þarf hann að vinna Rúnar í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Símon tapi sinni skák. Smári er svo í fjórða sæti með þrjá og hálfan vinning. Benedikt hefur tvo og þeir Arnar Smári, Sigurður og Stefán hafa allir einn vinning og verma því botnsætið í sameiningu. Annars tefla þessir saman á sunnudaginn:

Rúnar-Andri

Smári-Stefán

Sigurður-Benedikt

Símon-Arnar Smári

Öll úrslit og stöðuna má finna á Chess-results.

 

 


Skákþingið; Rúnar og Símon efstir fyrir lokaumferðina

Sjötta og næstsíðasta umferð Skákþings Akureyrar 2019 fór fram í kvöld. Tvær skákir stóðu stutt yfir.

Benedikt-Rúnar   0-1

Bensi varaði sig ekki á hinni hógværu Alékins-vörn Rúnars; spennti bogann hátt þegar í upphafi og fórnaði nokkrum mönnum að óþörfu. Þegar veruleikinn blasti vð honum ákvað hann að gefast upp; 0-1 eftir 22 leiki.

Arnar Smári-Sigurður 0-1

Arnar ákvað í þetta sinn að hvíla Grand-prix afbrigðið gegn Sikileyjarvörn og fór hægt í sakirnar. Svartur gat því auðveldlega jafnað taflið og varð sýslumannsfulltrúanum ekki skotaskuld úr því. Þótt hann hafi borið skarðan hlut frá fyrri skákum sýndi Sigurður nú að hann er ekki gefin veiði. Þegar annað mannstap hins nýbakaða Haugnesings leit dagsins ljós sá hann þann kost vænstan að skila inn skírteininu og fella kónginn. 0-1 eftir 21 leik.

Andri-Smári 1/2-1/2

Í þessari skák var undiraldan elngi þung. Hvítur fór sér hægt í byrjun en lagðist þó þungt á stöðuandstæðingsins a-la-Júsupov. Hvassafellskappin reyndist þó háll sem áll og varðist af engu minni þunga. Steðjaði nú tímahrak að báðum keppendum, þeim Hvassa fyrst, en eftir það að kennaranemanum. Í þungramannatafli hékk hann lengi vel á lakkinu svokölluðu undir lokin. Hann var þó í góðum færum en svartur þræddi einstigið og náði að virkja kóng sinn undir lokin. Það reynist oft vel í hróksendatöflum og tryggði honum loks jafntefli eftir tæplega fimm tíma setu. 

Stefán-Símon 0-1

Stefán Jónsson, sem mundar nú mannskap á taflborði eftir nokkurra áratuga hlé, hefur sýnt að hann á fullt erindi í hóp bestu keppnismanna félagsins og mega þeir hafa sig alla við þótt þrautþjálfaðir séu. Það fékk Jungmeister Símon líka að reyna; fékk bærilega stöðu með svörtu eftir byrjunin og tefldi djarft til vinnings. Tímabundin peðsfórn reyndist honum vel og á örlagastundu náði hann að þvinga fram allsherjaruppskipti og voru þá báðir með eitt peð með kóngi sínum. Þá reyndist svarta peðið hraðskreiðara og á því vannst taflið.

 

 


Bloggfærslur 31. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband