Enn vinna Rúnar og Símon

Fimmta umferđ Skákţings Akureyrar fór fram í dag og var hart barist á öllum borđum.

Fyrstir til ađ ljúka sinni skák voru ţeir Benedikt og Andri. Benedikt ratađi snemma í vandrćđi og gafst upp eftir 16 leiki. Var hann ţá talsverđu liđi undir.
0-1

Í skák Rúnars og Arnars varđist yngsti keppandi mótsins vel međ svörtu mönnum lengi framan af. Nálćgt 20 leik tókst Rúnari ađ vinna peđ og nýtti alla sína reynslu til ađ sigla endataflinu heim
1-0

Mikil spenna var í skákinni Símon – Smári og mátti lengi vel vart á milli sjá hvor stóđ betur. Símon hafđi mun betri tíma og ţegar tímahrak var framundan hrundi svarta stađan eftir ónákvćmni Smára.
1-0

Óvćntustu úrslit dagsins urđu í ćsispennandi skák Sigurđar og Stefáns. Sigurđur blés til sóknar en Stefán varđist af hörku. Svo fór ađ Sigurđur lét peđ af hendi en átti framsćkiđ frípeđ og biskupapar. Augnabliks ónákvćmni varđ til ţess ađ hann lék af sér frípeđinu og ţar međ skákinni. Ţar fékk Stefán sinn fyrsta vinning, vonum seinna. Sigurđur hefur veriđ óheppinn ţađ sem af er og er enn án vinnings.
0-1
Stađan eftir fimm umferđir er sem hér segir.

1.-2. Símon og Rúnar 4,5 vinningar
3. Andri 4
4. Smári 3
5. Benedikt 2
6.-7. Stefán og Arnar 1
8. Sigurđur 0

 

Nćsta umferđ fer fram á fimmtudag. Ţá leiđa saman hesta sína:

Andri – Smári
Stefán – Símon
Arnar – Sigurđur
Benedikt – Rúnar.

Sjá einnig Chess-results


Bloggfćrslur 27. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband