Haustmótiđ: Ţeir stigahćstu í forystu eftir ţrjár umferđir.

Ţriđja umferđ haustmótsins var tefld í dag. Skák Andra og Áskels lauk međ jafntefli eftir harđa baráttu ţar sem Andri hafđi peđi meira í hróksendatafli en náđi ekki ađ knýja fram sigur. Ţá vann Elsa María Sigurđ í tvísýnni skák. Önnur úrslit voru nokkurnveginn eftir bókinni. 

Úrslit 3. umferđar:

Áskell-Andri       1/2
Sigurđur-Elsa      0-1
Stefán-Sigţór      1-0
Brimir-Tobias      0-1
Valur Darri-Hilmir 0-1
Alexía-Damian      0-1

Andri og Áskell eru nnú efstir međ 2,5 vinning, en Elsa, Sigurđur, Stefán, Hilmir og Tobias hafa tvo vinninga. 
Á morgun verđa tefldat tvćr umferđir og hefst sú fyrri kl. 13. Ţá leiđa ţessi saman hesta sína:
Tobias og Áskell
Andri og Sigurđur
Elsa og Hilmir
Brimir og Stefán
Sigţór og Damian
Valur Darri og Alexía.

Öll úrslit og stađan á Chess-results.
 


Haustmótiđ hafiđ!

Haustmót Skákfélagsins hófst í kvöld. Beđiđ var međ ákvörđun um nákvćma dagskrá og útfćrslu ţar til endanleg ţátttaka lá fyrir. Ađ lokum skráđu sig 12 keppendur og munu tefla sex umferđir eftir svissnesku kerfi. Mótiđ tekur fjóra daga og lýkur á sunnudag.

Fyrsta daginn, fimmtudags 22.september voru tefldar tvćr atskákir. Ađ ţeim loknum hafa ţrír keppendur fullt hús međ tvo vinninga, Áskell Örn Kárason, Andri Freyr Björgvinsson og Sigurđur Eríksson. 
Mótinu lýkur svo međ fjórum kappskákum. Dagskrá sem hér segir:

3. umferđ föstudag 23.sept. kl. 18.00
4. umferđ laudardag 24. sept. kl. 13.00
5. umferđ laugardag 24. sept. kl. 17.00 (eđa ţar um bil)
6. umferđ sunnudag 25. sept. kl. 13.00

Öll úrslit og stöđuna má finna hér:


Haustmótiđ hefst í nćstu viku

Haustmót Skákfélags Akureyrar 2022 hefst fimmtudaginn 22. september. 

Mótiđ er meistaramót Skákfélagsins, en ţađ er opiđ öllum. Fyrirhugađ er ađ tefla sjö umferđir eftir svissneska kerfinu, en ţó er hafđur fyrirvari á dagskrá og fjölda umferđa ţar til fjöldi keppenda liggur fyrir. 
Ţetta mót er tilvaliđ ćfingamót fyrir ţá sem hafa lítiđ teflt ađ undanförnu og vilja nú spreyta sig. 

Gert er ráđ fyrir ţví ađ mótiđ hefjist á fimmtudegi kl. 18.00 og verđi ţá tefldar atskákir.

Síđan taka viđ kappskákir, ein á föstudegi, tvćr á laugardegi og loks lokaumferđin á sunnudegi. 

Skráning er hjá formanni félagsins í askell@simnet.is, međ skilabođum á Facebook síđu félagsins eđa á skákstađ, í síđasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar. 

Ţátttökugjald á mótiđ er kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Eins og áđur eru börn á grunnskólaaldri undanţegin ţátttökugjaldi.

Mótiđ reiknast til alţjóđlegra skákstiga.


Rúnar og Áskell efstir á startmótinu.

Hiđ árlega startmót hófst strax ađ loknum ađalfundi sl. sunnudag. Sex skákjöfrar börđust um sigurinn og tefldu tvöfalda umferđ, alls 10 skákir hver. Nýkjörnir formenn fengu flesta vinninga: Áskell Örn Kárason og Rúnar Sigurpálsson 7,5 Andri Freyr...

Ađalfundurinn 11. september

Fundurinn var međ rólegasta móti og gengu ađalfundastörf greiđlega. Reikningar félagsins sýndu rekstur í góđu jafnvćgi, en umsvif ađeins minni en áđur vegna Covid. Formađur og ađrir stjórnarmenn gáfu allir kost á sér áfram. Stjórnin er ţá svona skipuđ:...

Skýrsla formanns fyrir ađalfund 2022

Inngangur Félagsstarfiđ á nýliđnu skákári 2021-2022, bar ţess nokkur merki ađ kórónaveiran herjađi á landsmenn og samkomutakmarkanir komu niđur á skákmótahaldi og ćfingum. Ţannig ţurfti ađ fresta bćđi Haustmótinu 2021 og Skákţingi Akureyrar 2022 um...

Vignir Vatnar vann afmćlismótiđ

Afmćlismóti Ólafs Kristjánssonar lauk međ öruggum sigri alţjóđameistarans Vignis Vatnars Stefánssonar, sem leyfđi ađeins tvö jafntefli í 11 skákum. Efstu menn: Vignir Vatnar Stefánsson 10 Benedikt Briem 7,5 Stephan Briem 7,5 Jón Kristinn Ţorgeirsson 7...

Ađalfundur 11. september

Bođađ er til ađalfundar Skákfélags Akureyrar sunnudaginn 11. september kl. 13.00. Ađalfundur fer međ ćđsta vald í málefnum félagsins. Fyrir ađalfdundi liggur skýrsla um störf félagsins á starfsárinu, svo og upplýsingar um fjárreiđur ţess. Ársreikningur...

Barna- og unglingaćfingar ađ hefjast

Ćfingar Skákfélagsins fyrir börn og unglinga hefjast í fyrstu viku septembermánađar. Dagskráin er svona: Almennur flokkur (yngri börn og byrjendur): Á föstudögum kl. 16:30-18:00. Fyrsta ćfing föstudaginn 9. september. Ţjálfarar Elsa María Kristínardóttir...

Rúnar (líka) ágústmeistari

Eftir ađ hafa unniđ júlíhrađskákmótiđ um daginn bćtti Rúnar Sigurpálsson enn einum sigri í safniđ međ ţví ađ vinna ágústhrađskákmótiđ sem var háđ sl. fimmtudag 11. ágúst. Fimm kappar mćttu til leiks og tefldu tvödalda umferđ. Lokastađan: Rúnar...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband