Hraðskákkeppni taflfélaga: Sigur í fyrstu umferð

Skákfélagið dróst á móti Taflfélagi Garðabæjar í 16.liða úrslitum og var teflt í gær í húsakynnum Skákakademíunnar. Eins og kunnugt er fer keppni þessi fram á höfuðborgarsvæðinu og mæðir því mest á þeim félögum okkar sem þar dveljast. Teflt er eftir sk. bændaglímufyrirkomulagi, tvöföld umferð á sex borðum, alls 12 umferðir, 72 skákir.

Hart var barist í gær og viðureignin jöfn framanaf. Eftir 5 umferðir höfðu Garðbæingar eins vinnings forystu, 15,5-14,5, en þá spýttu menn í lófa svo um munaði og unnu næstu þrjár með yfirburðum 14-4. Síðan var siglt hægum byr til hafnar og lauk viðureigninni með 10 vinninga sigri svellkaldra norðanmanna 41-31.

Vinningar skiptust svona (allir tefldu 12 skákir):

Halldór Brynjar 10

Stefán Bergsson 8,5

Gylfi og Jón Þ. Þór 8

Sigurjón 4

Þór 2,5

Í 8 liða úrslitum mun félagið etja kappi við sigurvegara í viðureign Máta og TR sem fer fram í kvöld. 


Skákir úr landskeppninni

Hér fyrir neðan eru skákirnar úr landskeppninni milli Íslands og Færeyja.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Opið hús á fimmtudagskvöld

Tefld verður hraðskák

Að lokinni landskeppni

Nú er nýlokið landskeppni við Færeyinga, hinni 17. í röðinni. Eins og fram hefur komið beið íslenska liði ósigur og var færeyski sigurinn nokkuð öruggur, a.m.k. þegar litið er á tölurnar. Þegar horft er til sögunnar má sjá að við Frónbúar höfum verið...

Öruggur færeyskur sigur

Færeyingar stóðust öll áhlaup íslensku sveitarinnar í seinni umferðinni í dag. Áður en hendi var veifað höfðu þeir náð 3-0 forstkoti og eftir það varð ekki við neitt ráðið. Þeir gátu því bókað öruggan sigur = 12,5-9,5. Einstök úrslit í dag vorum sem hér...

Færeyingar yfir í hálfleik

Fyrri umferð landskeppninnar við Færeyinga var háð á Húsavík í gær. Úrslit urðu þessi: Sigurður Daði Sigfússon - John R ø dgaard 0 - 1 Sjúrður Thorsteinson - Áskell Örn Kárason 0,5 - 0,5 Halldór Brynjar Halldórsson - Wille Olsen 1 - 0 Herluf Hansen -...

Landskeppni við Færeyinga um helgina

Telft verður á 11 borðum, tvöföld umferð, eins og venja er. Keppnin er í umsjá Skákfélags Akureyrar í góðri samvinnu við Skákfélagið Goðann sem nú kemur að keppninni í fyrsta sinn. Fyrri umferðin verður telfd í sal Framsýnar á Húsavík á morgun, laugardag...

Rúnar Sigurpálsson sigraði á hraðskákmóti

Í gær fór fram hraðskákmót hjá SA. 10 keppendur mættu til leiks og tefldu tvöfalda umferð, allir við alla. Rúnar Sigurpálsson sigraði mjög örugglega, hlaut alls 17,5 vinninga af 18 mögulegum !, gerði aðeins jafntefli við hinn unga Jón Kristinn...

Áskell Örn Kárason sigraði á hraðskákmóti

Í kvöld fór fram hraðskákmót hjá Skákfélagi Akureyrar. 11 keppendur létu sjá sig og tefldu einfalda umferð, allir við alla. Áskell Örn Kárason klippti niður hvern andstæðinginn á fætur öðrum og vann nokkuð örugglega með 9 vinningum af 10 mögulegum. Að...

Hraðskákmót á fimmtudaginn

N.k. fimmtudag kl. 20:00 verður haldið hraðskákmót hjá Skákfélagi Akureyrar. Teflt verður í félagsheimili SA í Íþróttahöllinni. Í verðlaun verður herraklipping frá Arte rakarastofu. Þátttökugjald er 500 kr. og eru allir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband