TM-mótaröđin á morgun!

Á morgun, fimmtudag , verđur ţriđja lota mótarađarinnar sem kennd er viđ Tryggingamiđstöđina tefld. Tafliđ hefst kl. 20 og öllum heimil ţátttaka. Sjáumst í Skákheimilinu á fimmtudagskvöld!

Skólaskákmót Lundarskóla:

Jón Kristinn og Guđmundur Aron meistarar

IMG 7355Lundarskóli hefur međal nemenda sinna tvo af sterkustu skákmönnum landsins í sínum aldursflokki, Jón Kristin Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson. Fleiri krakkar í skólanum hafa áhuga á skák og metnađur er af skólans hálfu ađ koma upp öflugri skáksveit. Í ađdraganda skákdagsins voru haldnar nokkrar ćfingar í Lundarskóla undir handarjađri Skákfélagsmanna. Ţátttaka var nokkuđ góđ, yfir 20 börn komu á ćfingarnar, flest úr 2-5. bekk. Syrpunni lauk svo međ skólamóti međ 14 kesímon 2012ppendum.  Mótiđ var fimm umferđir og lauk sem hér segir:

Jón Kristinn Ţorgeirsson, 8. bekk            5 v.

Símon Ţórhallsson, 8. bekk                    4

Atli Fannar Franklín, 9.bekk                     3

Guđmundur Aron Guđmundss., 6. bekk   3

Gunnar Ađalgeir Arason, 6. bekk             3

Dagur Smári Sigvaldason, 3. bekk           3

Auđunn Elfar Ţórarinsson, 3. bekk           3

Helga Sóley G. Tulinius, 3. bekk            2,5

Alfa Magdalena Jórunnardóttir, 3. bekk  2,5

Tómas Ţórđarson, 4. bekk                    2

Ernir Elí Ellertsson, 4. bekk                     2

Karen Ósk Ađalsteinsdóttir, 4. bekk        1

Óđinn Andrason, 4. bekk                        1

Rakel Sara Elvarsdóttir, 4. bekk              1

Eins og búast mátti viđ stóđ orrustan um sigurinn á mótinu milli ţeirra Jóns Kristins og Símonar og réđist í innbyrđis skák ţeirra, ţar sem Símon hafđi betra á borđinu undir lokin, en Jón betra á tíma og réđi ţađ úrslitum. Andri Fannar varđ svo ţriđji í eldri flokki.  En ţar sem teflt var um skólameistaratitil í tveimur aldursflokkum,  ţurfti aukakeppni til ađ skera úr um sigurinn í yngri flokki, 1-7. bekk.  

Sú keppni var háđ í gćr, 11. febrúar og lauk ţannig:

Guđmundur Aron Guđmundsson        3 v.

Gunnar Ađalgeir Arason                      2

Dagur Smári Sigvaldason                    1

Auđunn Elfar Ţórarinsson                    0

Ţeir eru ţví skólameistarar Lundarskóla áriđ 2013, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Guđmundur Aron Guđmundsson.

 

           


Áfram stelpur!

DSC 0021 resizeĆfingar fyrir stelpur eru nú ađ hefjast hjá Skákfélaginu. Ţađ er hiđ gamalreynda skákfljóđ Ulker Gasanova sem mun sjá um ćfingarnar, en eins og skákáhugamönnum er hún einmitt upprunnin í fćđingarborg Garrí Kasparovs (sem flestir vita deili á) og fékk sína fyrstu skákţjálfun einmitt ţar, í Bakú.

Ćfingarnar byrja á morgun, ţriđjudag kl. 16.30.  Ţađ er bara ađ mćta og byrja!  Viđ munum ţreifa okkur áfram í fyrstu, en ef grundvöllur er fyrir ćfingunum verđur ţeim haldiđ áfram til vors. Caissa lengi lifi!


Norđurlandamótiđ í skólaskák

Prýđisárangur hjá Mikael og Jóni Norđurlandamótiđ í skólaskák var háđ á Bifröst í Borgarfirđi nú um helgina. Keppnin fór fram í fimm aldursflokkum og tefla 12 krakkar í hverjum flokki. Af 10 fulltrúum Íslands eigum viđ skákfélagsmenn tvo, ţá Mikael...

Haraldur verđskuldađur meistari

Hjörleifur annar eftir mikla baráttu Skákţingi Akureyrar lauk í dag, á 94. afmćlisdegi Skákfélagsins. Ýmis atvik högđuđu ţví ţannig ađ sumar skákir síđustu umferđar voru ţegar tefldar; m.a. var félagi Jón Kristinn horfinn til Bifrastar og Haraldur...

Nćstsíđasta umferđ Skákţingsins:

Hörđ barátta um annađ sćtiđ! Eins og áđur hefur komiđ fram var baráttan um meistaratitilinn ţegar útkljáđ sl. sunnudag ţegar sjöunda umferđin var tefld. Haraldur stafnbúi Haraldsson vann ţá sína sjöttu skák og náđi óbrúanlegu forskoti á keppinauta sína....

Minningarmót um Jón Ingimarsson 26-28. apríl 2013

Í dag, 6. febrúar, eru 100 ár liđin frá fćđingu Jóns Ingimarssonar skákmeistara og verkalýđsfrömuđar. Jón gekk í Skákfélag Akureyrar áriđ 1931 og var fyrst kjörinn í stjórn ţess áriđ 1936. Hann var um árabil ein helsta driffjöđrin í starfi félagsins og...

Íslandsmót stúlkna:

Frábćr árangur hjá Tinnu! Íslandsmót stúlkna í skólaskák fór fram í Reykjavík um helgina. Ţar var Tinna Ósk Ompi Rúnarsdóttir okkar međal keppenda og stóđ sig međ mikilli prýđi, náđi öđru sćti í yngri flokki á eftir Nansý Davíđsdóttur, Íslandsmeistara...

Haraldur allsherjargođi

Ţađ eru engar nýjar fréttir ađ Haraldur Haraldsson sé í stuđi. Hann er ţegar búinn ađ sýna ţađ á Skákţingi Akureyrar, hinu 75. í röđinni. En ţađ eru óneitanlega fréttir ađ hann sé búinn ađ tryggja sér sigur á mótinu ţegar tveimur umferđum er ólokiđ....

Skákstjórinn sem hraut

... og ađrar fréttir. Ţađ var heimilislegt andrúmsloft í félagsheimili Skákfélagsins í kvöld ţegar lokaskákir 6. umferđar Skákţingsins voru telfdar. Međan hrađskákmenn börđust í mótaröđinni í suđursal, fóru tvćr skákir 6. umferđar SŢA fram í norđursal....

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband