Haustmót SA - Arion bankamótiđ
Sunnudagur, 6. október 2013
Sigurđur Arnarson efstur međ fullt hús.
Haustmót SA-Arion bankamótiđ hófst sl. fimmtudagskvöld 3. október. Mótiđ var auglýst sem sjö umferđa mót međ fyrirvara um minniháttar breytingar ef ţurfa ţćtti ţegar fjöldi ţátttakenda lćgi fyrir. Ţegar til kom mćttu níu keppendur til leiks; heldur fćrri en vćnta mátti. Kom reyndar í ljós ađ ýmsir sem höfđu áhuga voru forfallađir á síđustu stundu. Í samráđi keppenda og mótsstjóra var nú ákveđiđ ađ breyta fyrirkomulagi mótsins nokkuđ. Ţá hafđi ţađ áhrif á fyrirfram ákveđna dagskrá ađ leikur Akureyrar og IBV í handbolta var átti ađ fara fram á laugardag og skv. reynslu er heldur hljóđbćrt í Íţróttahöllinni til ţess ađ hćgt sé ađ tefla ţar međan slíkur stórleikur fer fram. Ţví varđ úr ađ ţrjár fyrstu umferđirnar fóru fram á fimmtudagskvöldiđ og tvćr ţćr nćstu á föstudagskvöld. Ţannig voru fimm fyrstu umferđirnar tefldar međ atskáksniđi. Sjötta umferđin var svo háđ í dag, sunnudag og ţá međ umhugsunartímanum 60 mínútur á skák ađ viđbćttri hálfri mínútu fyrir hvern leik. Ţau tímamörk gilda líka fyrir ţrjár síđustu umferđirnar sem verđa teldar 18. 19. og 20. október nk., ađ afloknu Íslandsmóti skákfélaga.
Margt hefur gengiđ á á mótinu og nokkuđ um óvćnt úrslit. Ţar ber hćst ađ Akureyrarmeistaranum sjálfum , Haraldi Haraldssyni, voru mjög mislagđar hendur í atskákunum og tapađi ţremur fyrstu skákunum. Ţetta tćkifćri gripu ţeir Sigurđur og Smári og ţustu fram úr keppinautum sínum, eins og sjá má af stöđunni eftir sex umferđir:
Sigurđur Arnarson 5 (af 5)
Smári Ólafsson 4,5 (af 5)
Símon Ţórhallsson 4 (af 6)
Hjörleifur Halldórsson 2,5 (af 5)
Rúnar Ísleifsson 2,5 (af 5)
Sveinbjörn Sigurđsson 2 (af 6)
Haraldur Haraldsson 1,5 (af 5)
Karl Steingrímsson 1,5 (af 5)
Logi Rúnar Jónsson 0,5 (af 6)
Nánar má frćđast um einstök úrslit á Chess-results.
Haustmót Skákfélags Akureyrar - Arionbankamótiđ
Miđvikudagur, 2. október 2013
Skráning stendur nú yfir á haustmót SA, sem ber heiti Arion banka eins og í fyrra. Mótiđ hefst á morgun kl. 20.00.
Dagskrá verđur sem hér segir:
Fimmtudagur 3. október kl. 20.00 1-2. umferđ
Föstudagur 4. október kl. 20.00 3. umferđ
Laugardagur 5. október kl. 13.00 4.umferđ
Sunnudagur 6. október kl. 13.00 5. umferđ
(Hlé vegna Íslandsmóts Skákfélaga)
Laugardagur 19. október kl. 13.00 6. umferđ
Sunnudagur 20. október kl. 13.00 7. umferđ
Fyrirkomulag mótsins er áformađ ţannig, ađ fyrst verđa tefldar tvćr atskákir, en síđan fimm skákir međ umhugsunartímanum 60 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ fyrir hvern leik. Ţó áskilur mótsstjórn sér rétt til ađ gera á ţessu fyrirkomulagi minniháttar breytingar ef nauđsyn muni krefjast ţess ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir. Skráning er hjá formanni félagsins í askell@simnet.is, eđa á skákstađ, í síđasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.
Ţátttökugjald á mótiđ er kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Eins og áđur eru ţeir unglingar sem greiđa ćfingagjald undanţegnir ţátttökugjaldi. Peningaverđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćti, auk einna stigaverđlauna.
Haustiđ er tíminn!
Mánudagur, 30. september 2013
Ţađ má međ sanni segja ađ skáktíđin nú í sumarlok byrji međ látum! Skákfélagsmenn láta víđa til sín taka í öđrum sóknum og nú styttist í ađ ţeir geri ţađ líka heimafyrir. Í Reykjavíkurhreppi stendur Haustmót TR nú yfir, öđru nafni Gagnaveitumótiđ. Ţar tefla í efsta flokki félagar Stefán Bergsson og Gylfi Ţórhallsson. Gylfi byrjađi fremur treglega, en er ađ sćkja í sig veđriđ, en Stefán hefur átt meira láni ađ fanga hingađ til. Ţeir félagar tefla frestađa skák sína úr fimmtu umferđ einmitt í kvöld. Fylgjast má međ árangri ţeirra hér.
Nú um helgina hélt hiđ nýsameinađa félag GMH - eđa öllu heldur Ţingeyjararmur ţess - hiđ árlega Framsýnarmót á Breiđumýri í Reykjadal. Ţar voru keppendur alls 29 og mótiđ allt hiđ ánćgjulegasta. Skákfélagsmenn áttu nokkurn ţátt í ţví og stóđu fyllilega undir vćntingum ađdáenda sinna. Áskell Ö(ldungur) Kárason var ţar efstur viđ annan mann, en ţeir Sigurđur Eiríksson (5 af 7), Logi Rúnar Jónsson (4,5), Andri Freyr Björgvinsson (4) og Símon Ţórhallsson (3,5) bćttu allir viđ sig skákstigum međ árangri sínum. Haraldur Haraldsson (4,5) var um ţađ bil á pari og endađi í fjórđa sćti. Ađeins Stefán Bergsson (4) tapađi nokkrum stigum, en bćtti ţađ tap upp međ afrekum á öđrum sviđum. Hann átti unniđ á Áskel í lokaskákinni, en kaus ađ fylgja ţví ekki eftir. Allt má sjá um úrslit mótsins hér. Myndum er stoliđ af skák.is.
Ţá má ekki gleyma okkar mönnum suđur međ sjó, (ţ.e. suđur međ Adríahafi - ţar heitir Svartfjallaland), en ţeir Mikael Jóhann Karlsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson, ungstirni okkar, etja ţar kappi viđ helstu ungmenni Evrópu á skáksviđinu í EM ungmenna, sem hófst í gćr, 29. sept. Ţá náđi Jón jöfnu viđ mun stigahćrri menn, en Mikael mátti játa sig sigrađan gegn öđru ofurefli.Fylgjast má međ framgangi ţeirra félaga í dag hér.
En ţá er komiđ ađ ađalmálinu, HAUSTMÓTI SKÁKFÉLAGS AKUREYRAR, sem hefst nú á fimmtudaginn. Dagskrá verđur sem hér segir:
Fimmtudagur 3. október kl. 20.00 1-2. umferđ
Föstudagur 4. október kl. 20.00 3. umferđ
Laugardagur 5. október kl. 13.00 4.umferđ
Sunnudagur 6. október kl. 13.00 5. umferđ
(Hlé vegna Íslandsmóts Skákfélaga)
Laugardagur 19. október kl. 13.00 6. umferđ
Sunnudagur 20. október kl. 13.00 7. umferđ
Fyrirkomulag mótsins er áformađ ţannig, ađ fyrst verđa tefldar tvćr atskákir, en síđan fimm skákir međ umhugsunartímanum 60 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ fyrir hvern leik. Ţó áskilur mótsstjórn sér rétt til ađ gera á ţessu fyrirkomulagi minniháttar breytingar ef nauđsyn muni krefjast ţess ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir. Skráning er hjá formanni félagsins í askell@simnet.is, eđa á skákstađ, í síđasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.
Spil og leikir | Breytt 2.10.2013 kl. 14:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Frćđslu- og skemmtikvöld á fimmtudag
Miđvikudagur, 25. september 2013
Fjórđungsmót á morgun
Laugardagur, 21. september 2013
Mótaröđin:
Föstudagur, 20. september 2013
Mótaröđ á fimmtudag
Miđvikudagur, 18. september 2013
Kveđja frá Borgundarhólmi
Sunnudagur, 15. september 2013
Ađalfundur
Föstudagur, 13. september 2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótaröđin
Fimmtudagur, 12. september 2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)