Skákþing Akureyrar, hið 88. í röðinni!
Laugardagur, 4. janúar 2025
- Skákþing Akureyrar
hefst sunnudaginn 12. janúar kl. 14.00.
Teflt verður í Skákheimilinu í Íþróttahöllinni við Skólastíg.
Fyrirkomulag: Tefldar verða sjö umferðir skv. svissnesku kerfi. Leyfðar eru tvær yfirsetur í mótinu, þó ekki í lokaumferðinni.
Sigurvegarinn mun hljóta sæmdarheitið „Skákmeistari Akureyrar 2025“.
Mótið er öllum opið, bæði ungum sem gömlum.
Umhugsunartími verður 90 mínútur á skákina, auk þess sem 30 sekúndur bætast við tímann fyrir hvern leik (90+30).
Þátttökugjald er kr. 4.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 5.000 fyrir aðra. Þátttaka er ókeypis fyrir þá unglinga sem greitt hafa æfingagjald.
Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.
Skráning er í netfangið askell@simnet.is eða á facebook síðu Skákfélags Akureyrar. Einnig er hægt að skrá sig á skákstað eigi síðar en 10 mínútum fyrir upphaf fyrstu umferðar.
Dagskrá í verður sem hér segir: (sjá þó fyrirvara hér að neðan.)
- umferð sunnudaginn janúar kl. 14.00
- umferð miðvikudaginn janúar kl. 18.00
- umferð sunnudaginn janúar kl. 13.00
- umferð miðvikudaginn janúar kl. 18.00
- umferð laugardaginn 25 .janúar 13.00
- umferð miðvikudaginn janúar kl. 18.00
- umferð sunnudaginn febrúar kl. 13.00
Fyrivari um fyrirkomulag: Þegar fjöldi keppenda liggur fyrir getur mótsstjóri gert minniháttar breytingar á dagskrá og fyrirkomulagi til að auðvelda framkvæmd mótsins.
Þátttaka í mótinu er öllum heimil en Skákmeistari Akureyrar getur aðeins sá orðið sem er búsettur á Akureyri og/eða er fullgildur félagi í Skákfélagi Akureyrar.
Núverandi Skákmeistari Akureyrar er Markús Orri Óskarsson.
Ný mótaáætlun
Laugardagur, 4. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt 6.1.2025 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Símon vann nýjársmótið
Föstudagur, 3. janúar 2025
Ellefu keppendur mættu á hið goðsagnarkennda nýjársmót Skákfélagsins, sem að venju val hleypt af stokkunum kl. 14 á nýjársdag.
Snemma var ljóst hvað sigurinn myndi lenda og að lokum fór svo að Símon nokkur Þórhallsson stóð uppi sem sigurvegari með 10 vinninga af 10 mögulegum. Aðrir fengu minna, en voru þó fullsæmdir af sínu framlagi.
Gaman var að sjá að nýju gamlan félaga, Guðmund Frey Hansson, sem að eigin sögn hefur ekki hróflað við taflmanni í ein 4-5 ár. Hann náði 3-4. sæti engu að síður og hlýtur að koma sterkur inn í eyfirskt skáklíf eftir þetta.
Lokastaðan:
1 | 9 | FM | Thorhallsson, Simon | ISL | 2193 | 10 | 45,00 |
2 | 10 | IM | Karason, Askell O | ISL | 2054 | 7,5 | 33,75 |
3 | 3 | Eiriksson, Sigurdur | ISL | 1878 | 7 | 24,50 | |
4 | 8 | Hansson, Gudmundur Freyr | ISL | 1997 | 7 | 23,50 | |
5 | 6 | Thoroddsen, Baldur | ISL | 1759 | 6 | 19,50 | |
6 | 11 | Matharel, Tobias | ISL | 1685 | 5,5 | 15,75 | |
7 | 4 | Sigurgeirsson, Sigthor Arni | ISL | 1633 | 5 | 13,00 | |
8 | 5 | Karlsdottir, Harpa Hrafney | ISL | 1591 | 3 | 4,00 | |
9 | 7 | Kondracki, Damian Jakub | ISL | 1498 | 2 | 2,00 | |
10 | 1 | Bjorgvinsson, Bjorgvin Elvar | ISL | 0 | 1,5 | 4,25 | |
11 | 2 | Theodoropoulos, Iraklis Hrafn | ISL | 0 | 0,5 | 3,7 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mót á sunnudag kl. 13.00
Föstudagur, 3. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákþing Akureyrar hefst sunnudaginn 12. janúar
Þriðjudagur, 31. desember 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverfakeppnin: jafnt á öllum vígstöðvum!
Mánudagur, 30. desember 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Kristinn jólasveinn SA
Laugardagur, 28. desember 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu mót
Sunnudagur, 15. desember 2024
Boðsmótið; Markús Orri með fullt hús eftir fjórar umferðir
Miðvikudagur, 4. desember 2024
Atskákmótið; Markús Orri Akureyrarmeistari.
Sunnudagur, 24. nóvember 2024