8-3 mót á morgun 9/2 kl 13

og svo hrađskák á miđvikudag 12/2 kl. 20.


Skákţing Akureyrar; Markús meistari annađ áriđ í röđ

Sjöunda og síđasta umferđ Skákţings Akureyrar var tefld í dag, 2. febrúar. Ađ venju varđ baráttar hörđ og ströng. Úrslit:

Benedikt-Baldur      0-1
Sigurđur-Tobias      0-1
Karl-Valur Darri     1/2
Stefán-Smári         1-0
Eymundur-Markús      0-1

Fyrstir til ađ ljúka skák sinni voru Bćgisár-Bensi og Baldur af ćtt Thoroddsena. Sá síđarnefndi er yngismađur og í stöđugri framför. Bensi hefur veriđ ađ sćkja sig líka, en voru mislögđ peđ í ţessari skák. Stađan var lengi í jafnvćgi, uns Bensi náđi hćttulegum fćrum međ peđi á d-línunni.  Baldur fékk mótspil gegn hörgdćlska kónginum sem hefđi átt ađ duga til jafnteflis, en ţađ vildi Baldur ekki. Fékk hann ţá tapađ tafl, en hélt samt áfram vinningstilraunum sem báru árangur eftir slćman afleik Benedikts.
Ţá var komiđ ađ Tobiasi, bekkjarbróđur Baldurs, sem er rísandi stjarna eins og hann. Beitti Grünfeldsvörn gegn Sigurđi en reyndist ekki kunna frćđin eftir 5.Db3. Hélt sér ţó á floti međ glúrnum leikjum og ţar kom ađ sýslumannsfulltrúinn spennti bogann of hátt og fórnađi manni. Fékk hćttulegt frípeđ í sárabćtur og eftir nokkrar flćkjur tókst T.Matharel ađ koma sér í unniđ hróksendatafl. Gott mót hjá pilti. 
Valur Darri er líka í mikilli framför og náđi hálfgerđu steinbítstaki á Trillu-Kalla. Sá kann ađ veiđa steinbít og fann ţađ helst sér til lífs ađ skipta upp í peđsendatafl, ţar sem enn voru sjö peđ á borđinu. Ţađ hefđi átt ađ vera léttunniđ hjá unga manninum, en tćknin í svona endatöflum er ekki alveg komin til hans, svo jafntefli varđ niđurstađan.
Í skák Stefáns og Smára var greinilega barist um verđlaun. Ţar skildi á milli keppenda ađ Smári var nýkominn af ţorrablóti, en Stefán enn ófarinn á ţá samkomu. Olli ţađ ţví ađ hann fékk nćsta óviđráđanlegan riddara á d5 (og hafđi hvítt) en mótspil ţorraţrćlsins, (sem virtist nokkuđ öflugt um tíma), náđi ekki alveg tilgangi sínum og mátti hann eftir ónákvćman leik gefa skákina. 
Síđasta skákin sem klárađist var á milli Eymundar og Markúsar - og var ţá ljóst eftir töp Sigurđar og Smára ađ sá síđarnefndi myndi vinna mótiđ, hvernig sem fćri. Akureyrarmeistarinn fékk snemma nokkuđ ţćgilega stöđu en Eymundur tefldi traust og móađist viđ. Ađ lokum tókst Markúsi ţó ađ brjótast í gegn og ná slíkum hótunum gegn hvíta kóngnum ađ hann vann mann. Međ tvo létta gegn einum var eftirleikurinn auđveldur. 

Eins og sjá má af lokastöđunni var sigur Markúsar öruggur - ţrátt fyrir tap í fyrstu skákinni. Hann var aldrei í vandrćđum eftir ţađ. Annađ sćti Stefáns verđur líka ađ teljast verđskuldađ - hann er stöđugt ađ sćkja sig ţótt sé kominn rétt yfir miđjan aldur. Ţá má segja ađ Tobias hafi komiđ sterkur inn og er greinilega í framför; sá keppandi sem bćtti mest viđ sig á stigum. Ađrir átti misgott mót, en pistlaskrifari fylgist alltaf sérstaklega međ ungum iđkendum. Bćđi Valur Darri og Baldur (sem vonandi fer ađ komast inn á stigalista!) stóđu sig međ sóma og munu vonandi sćkja sig í áframhaldinu. 

Viđ vísum svo á chess-results um lokastöđuna. Eg biđ athugendur bara ađ taka miđ af ţví ađ útreikningar chess-results eiga ekki alveg viđ annađ sćtiđ; ţar hefur Stefán vinninginn, ţrátt fyrir ţađ sem ch-r sýnir. Tobias tefldi of fáar skákir til ađ hljóta silfriđ. 

SŢA 25


Skákţingiđ; Markús á sigurbraut

Sjötta og nćstsíđasta umferđ 89. Skák.ings Akureyrar var tefld í kvöld. Úrslit:
Stefán-Markús        0-1
Sigurđur-Eymundur    1/2
Smári-Benedikt       1-0
Tobias-Karl          1-0
Baldur-Sigţór        0-1
Valur Darri-Björgvin 1-0

Fyrst lauk skák ungu mannanna, Vals Darro og Björgvins, enda ekkert veriđ ađ eyđa óţarfa tíma í vangaveltur. Báđir áttu ţó góđa spretti. Björgvin (sem er yngstur keppenda á ţessu móti, f. 2015), fékk gott tafl međ svörtu og sem jélt langt inn í miđtafl. Ţá varđ vanmat hans á viđvkćmri kónsstöđu honum ađ falli og ValDari náđi óverjandi kóngssókn. 
Sömmu síđar lék Benedikt hinn hörgdćlski af sér manni gegn Benedikt úr Stađarbyggđinni og lagđi hann ţá niđur vopn samstundis. Hér voru benediktar ekkert ađ tvínóna viđ hlutina. 
Tobias fékk snemma yfirburđastöđu gegn Karli. Fyrst vann hann peđ og náđi svo međ snoturri fćrslu ađ véla peđ af abdstćđingnum. Ţađ skilja tćp sjötíu ár ţessar kempur ađ í aldri og sá eldri e.t.v. farinn ađ ţreytast, endacveriđ hálflasinn hálft mótiđ. Sá yngri lét hinsvegar kné fylgja kviđi og nýtti sér liđsmuninn. Tveir stórhćttulegur frelsingjar var meira en karlinn réđi viđ.
Um svipađ leyti lauk skák yngissveinanna Baldurs og Sigţórs ţar sem tvö samstćđ peđ hins síđarnefnda reyndust hinum hvíta áss of erfiđ viđureignar. Međ tvćr drottningar gegn einni náđi Sigţór ađ knýja fram sigur.
Stefán og Markús mćttust í sannkölluđum toppslag. Ţar var stigiđ ţungt til jarđar, eins og oftast í skákum hins fyrrnefnda; en hann ţurfti nauđsynlega á vinningi ađ halda til ađ eiga raunhćfa möguleika á Akureyrarmeistaratitlinum, (en hann á einn slíkan í pokahorninu frá ţví á sjöunda áratugnum!). Sóknartilburđir hans á kóngsvćng báru ţó ekki tilćtlađan og en ţađ gerđi hinsvegar gagnsókn Markúsar á hinum vćngnum og ţví fór sem fór.
Lengst varđ skák sundkappanna Sigurđar og Eymundar. Sá síđarnefndi leitađi í smiđju Vignis Vatnars viđ undirbúning og fékk afbragđstafl međ svörtu, vann peđ og svo annađ. Ţá voru ađeins ţungu mennirnir eftir á borđinu og flestöll peđin ennţá hérna megin. Eymundur var nú orđinn tćpur á tíma og fann ekki öruggt framhald, ţannig ađ félagarnir ţráléku og jafntefli varđ ţví niđurstađan. 

Akureyrarmeistarinn frá ţví í fyrra er ţví í óskastöđu fyrir lokaumferđina međ vinningsforskot, fimm vinninga efstir sex skákir. Ţeir Smári og Sigurđur koma nćstir honum og gćtu náđ honum ef Markúsi fatast flugiđ. Annars má sjá stöđuna hér á chess-results.
Í lokaumferđinni eigast ţessir viđ:
Eymundur og Markús
Stefán og Smári
Sigurpur og Tobias
Karl og Valur Darri
Benedikt og Baldur

lokaumferđin hefst kl. 13 á sunnudaginn, 2. febrúar. 


*


Stelpuskákmót á skákdaginn

Viđ héldum nýstárlegt stelpuskákmót nú á skákdaginn; keppni milli Lundarskóla og Brekkuskóla, stelpur í 4-7. bekk. 13 stúlkur mćttu til leiks og teflt á sex borđum, sex umferđir (sk. bćndaglíma). Lauk međ naumum sigri Brekkuskóla, 19,5-16,5. Bestur...

Skákţingiđ; Markús orđinn efstur

Eftir tap í fyrstu umferđ 89. Skákţings Akureyrar hefur Akureyrarmeistarinn frá 2024 nú spýtt í lófana og unniđ fjórar skákir í röđ og náđ forystunni. Hún er ţó naum, ađeins hálfur vinningur ţegar tvćr umferđir eru eftir af mótinu. Úrslitin í 5. umferđ:...

Stelpuskákmót á skákdaginn

Skákdagurinn er á morgun, 26. janúar, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, sem einmitt verđur nírćđur á morgun. Honum til heiđurs, svo og skákgyđjunni Caissu og öllum duglegum skákstelpum, ćtlum viđ ađ halda stelpuskákmót í Skákheimilinu sem byrjar kl. 13....

Skákţingiđ; jafnt á toppnum eftir fjórar umferđir

Fjórđa umferđ Skákţingsins var tefld í gćr, 22. janúar. Til leiks mćtti tíu skákmenn, en ţrír sátu hjá. Úrslit: Sigurđur-Markús 0-1 Stefán-Karl 1/2 Benedikt-Tobias 0-1 Smári-Baldur 1-0 Björgvin-Sigţór 0-1 Tveimur skákum lauk snemm, ţar sem bćđi Björgvini...

Pörun í fjórđu umferđ Skákţingsins

Pörunin má finna inni á chess-results . Umferđin hefst kl. 18.00

Tvö stelpuskákmót

Skák er kennd reglulega í ţremur grunnskólum á Akureyri og stundum brugđiđ á leik og haldin skákmót. Ţann 15. janúar sl. var haldiđ skákmót fyrir stelpur í Lundarskóla, 4-7. bekk. Alls mćttu 19 stelpur til leiks og tefldu hrađskák, fjórar umferđir. Harpa...

Ţriđja umferđ; Sigurđur vann toppslaginn

Ţriđja umferđ, sem tefld var í dag, 19. janúar, var međ daufasta móti. Ađ hluta til má rekja ţađ til forfalla vegna veikinda, en fresta varđ skákum Markúsar og Vals Darra, svo og skák Gođa og Sigţórs. Á efstu borđum áttust nú viđ reyndustu keppendurnir,...

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband