Skákþing Akureyrar, hið 88. í röðinni!

  1. Skákþing Akureyrar

hefst sunnudaginn 12. janúar kl. 14.00.

Teflt verður í Skákheimilinu í Íþróttahöllinni við Skólastíg.

 

Fyrirkomulag: Tefldar verða sjö umferðir skv. svissnesku kerfi.  Leyfðar eru tvær yfirsetur í mótinu, þó ekki í lokaumferðinni.

Sigurvegarinn mun hljóta sæmdarheitið „Skákmeistari Akureyrar 2025“.  

Mótið er öllum opið, bæði ungum sem gömlum.

Umhugsunartími verður 90 mínútur á skákina, auk þess sem 30 sekúndur bætast við tímann fyrir hvern leik (90+30).   

Þátttökugjald er kr. 4.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 5.000 fyrir aðra. Þátttaka er ókeypis fyrir þá unglinga sem greitt hafa æfingagjald. 

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Skráning er í netfangið askell@simnet.is eða á facebook síðu Skákfélags Akureyrar. Einnig er hægt að skrá sig á skákstað eigi síðar en 10 mínútum fyrir upphaf fyrstu umferðar.

 

Dagskrá í verður sem hér segir: (sjá þó fyrirvara hér að neðan.)

  1. umferð sunnudaginn  janúar    kl. 14.00     
  2. umferð miðvikudaginn janúar   kl. 18.00
  3. umferð sunnudaginn janúar    kl. 13.00     
  4. umferð miðvikudaginn janúar   kl. 18.00
  5. umferð laugardaginn 25 .janúar   13.00     
  6. umferð miðvikudaginn janúar   kl. 18.00
  7. umferð sunnudaginn febrúar   kl. 13.00

 

Fyrivari um fyrirkomulag: Þegar fjöldi keppenda liggur fyrir getur mótsstjóri gert minniháttar breytingar á dagskrá og fyrirkomulagi til að auðvelda framkvæmd mótsins.

Þátttaka í mótinu er öllum heimil en Skákmeistari Akureyrar getur aðeins sá orðið sem er búsettur á Akureyri og/eða er fullgildur félagi í Skákfélagi Akureyrar. 

 

Núverandi Skákmeistari Akureyrar er Markús Orri Óskarsson.


Ný mótaáætlun

jan 25


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Símon vann nýjársmótið

Ellefu keppendur mættu á hið goðsagnarkennda nýjársmót Skákfélagsins, sem að venju val hleypt af stokkunum kl. 14 á nýjársdag. 
Snemma var ljóst hvað sigurinn myndi lenda og að lokum fór svo að Símon nokkur Þórhallsson stóð uppi sem sigurvegari með 10 vinninga af 10 mögulegum. Aðrir fengu minna, en voru þó fullsæmdir af sínu framlagi. 
Gaman var að sjá að nýju gamlan félaga, Guðmund Frey Hansson, sem að eigin sögn hefur ekki hróflað við taflmanni í ein 4-5 ár. Hann náði 3-4. sæti engu að síður og hlýtur að koma sterkur inn í eyfirskt skáklíf eftir þetta.

Lokastaðan:

19FMThorhallsson, SimonISL21931045,00
210IMKarason, Askell OISL20547,533,75
33 Eiriksson, SigurdurISL1878724,50
48 Hansson, Gudmundur FreyrISL1997723,50
56 Thoroddsen, BaldurISL1759619,50
611 Matharel, TobiasISL16855,515,75
74 Sigurgeirsson, Sigthor ArniISL1633513,00
85 Karlsdottir, Harpa HrafneyISL159134,00
97 Kondracki, Damian JakubISL149822,00
101 Bjorgvinsson, Bjorgvin ElvarISL01,54,25
112 Theodoropoulos, Iraklis HrafnISL00,53,7

 


Mót á sunnudag kl. 13.00

Tímamörk 8-3

Skákþing Akureyrar hefst sunnudaginn 12. janúar

Áætlað er að tefla sjö umferðir eftir svissnesku kerfi, með fyrirvara um lítilsháttar breytingar þegar fjöldi keppenda liggur fyrir. Gert er ráð fyrir eftirfarandi keppnisdögum: 12. jan 15. jan 19. jan 22. jan 25. jan 29. jan 2. feb Mótið verður nánar...

Hverfakeppnin: jafnt á öllum vígstöðvum!

Hin árlega hverfakeppni SA var háð í gær, 29. desember. Lengi vel var mönnum skipað í sveitir eftir búsetu í bænum, en nú þykir það ekki henta lengur, hvað sem síðar verður. Í þetta sinn völdu höfðingarnir Rúnar Sigurpálsson og Símon Þórhallsson sér...

Jón Kristinn jólasveinn SA

Jólahraðskákmótið var í þetta sinn háð á Lyst í Lystigarðinum, því magnaða sælu- og samkomuhúsi. Þátttaka var með besta móti; bæði mættu félagar sem annars tefla meira sunnan heiða, svo og nokkrir heimamenn sem ekki hafa sést á mótum um einhverja hríð....

Síðustu mót

Boðsmótinu lauk í síðustu viku. Við erum ekki að tíunda úrslitin á mótinu eða lokastöðuna þar sem afar misjafnt hversu margar skakir einstakir keppendur tefldu. Markús Orri fékk þó óvéfengjanlega flesta vinninga, en hann tefldi fimm skákir af sjö og vann...

Boðsmótið; Markús Orri með fullt hús eftir fjórar umferðir

Boðsmótið er nú rúmlega hálfnað. Nú hafa verið tefldar fjórar umferðir og aðeins misjafnt hversu margir mæta til leiks í hverri umferð; þó aldrei færri en tólf og 18 þegar flest var. Næst verður teflt á laugardaginn kl. 13. Stöðuna nú má sjá...

Atskákmótið; Markús Orri Akureyrarmeistari.

Atskákmóti Akureyrar lauk í dag. Þátttaka var nokkuð góð; alls mættu 15 keppendur til leiks. Alls voru tefldar sjö umferðir eftir svissnesku kerfi; fjórar sl. miðvikudag og þrjár í dag, sunnudag. Makrús og Áskell voru efstir eftir fyrri daginn með 3,5...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband