Svæðismótið; Nökkvi, Harpa og Sigþór unnu.

Svæðismót Norðurlands eystra var háð hér á Akureyri í dag, 4. apríl. Alls mættu 38 börn til leiks úr 8 skólum. Úrslit sem hér segir:
Yngsta stig (1-4. bekkur):

röðnafnf. árskólivinn
1Nökkvi Már Valsson2015Brekkuskóli6
2Kolbeinn Arnfjörð Elvarsson2015Brekkuskóli5
3Dominik Wielgus2015Oddeyrar4
 Iraklis Hrafn Theodoropoulos2016Oddeyrar4
 Björgvin Elvar Björgvinsson2015Brekkuskóli4
 Benedikt Jósef Halldórsson2015Þórshafnar4
7Axel Óli Vilhelmsson2015Lundarskóli
8Blær Thoroddsen2018Brekkuskóli3
 Patricija Petkute2015Lundarskóli3
 Þorleifur Karl Kárason2015Glerárskóli3
 Ólafur Steinar Steinarsson2015Síðuskóli3
 Björn Ingvar Marinósson2016Naustaskóli3
 Sóley Birna Steinþórsdóttir2015Lundarskóli3
14Elín Stefanía Sigurðardóttir2015Lundarskóli2
 Þórkatla Andradóttir2015Lundarskóli2
 Óliver Örn Stefánsson2015Síðuskóli2
 Heiðdís Heiða Jónasdóttir2015Síðuskóli2
 Daníel Freyr Narfason2016Hríseyjar2
19Jóhann Narfi Narfason2016Hríseyjar

Hér var sigur Nökkva nokkur öruggur eins og vænta mátti. Hann lenti þó í knappri vörn gegn Kolbeini, en tókst að lokum að snúa á hann og knýja fram vinning. Kolbeinn var nokkuð öruggur í öðru sæti og vann alla aðra en Nökkva. Fjórir deildu svo þriðja sætinu. 

Á miðstigi voru 14 keppendur þar sigraði Harpa eftir hörkukeppni við Viacheslav bekkjarbróður sinn í Lundarskóla. Í innbyrðis skák þeirra komst Slava í heldur betra endatafl en gætti ekki að sér og þegar Harpa náði að króa riddara hans af úti í horni voru úrslitin ljós. Þessi tvö, ásamt Vali Darra voru bersýnilega í sérflokki hér, enda öll að stunda reglulegar æfingar hjá Skákfélaginu. Athygli vakti öflug innkoma pilta frá Þórshöfn, en þeir stunda vikulegar æfingar undir handleiðslu Hilmu skólastjóra. Mættu fleiri taka þá Þórshafnarbúa sér til fyrirmyndar. Lokastaðan:

röðnafnstigf.árskólivinn
1Karlsdottir Harpa Hrafney15422013Lundarskóli6
2Kramarenko Viacheslav15002013Lundarskóli5
3Asgrimsson Valur Darri14642012Brekkuskóli4
4Thoroddsen Kari 2012Brekkuskóli4
5Albertsson Ingvar Smari 2014Þórshafnar3
6Snaebjornsson Baltasar 2013Lundarskóli3
7Arnason Jakob Ingi 2014Þórshafnar3
8Axelsson Sigurbergur 2014Þórshafnar3
9Stefansdottir Soldogg Jokla 2013Brekkuskóli3
 Valgardsdottir Ragnheidur 2013Brekkuskóli3
11Oskarsson Tony Rafn 2014Oddeyrarskóli2
12Helgason Jon Valur 2013Brekkuskóli2
13Rask Anna Viola 2013Hríseyjar1
14Rask Johan Jorundur 2014Hríseyjar0

Þá er komið að elsta flokki. Þar eru nokkrir áhugasamir piltar, en alls ekki nógu margir. Í þetta sinn mætti fimm til keppninnar. Mikið jafnræði ríkir meðal þeirra þriggja bestu, svo mjög að skákum þeirra allra lauk með jafntefli - og var þó hart barist. Þeir tefldu einfalda umferð og niðurstaðan var þessi:

    12345vinn
Tobias Matharel16402009Brekkuskóli*½½113
Sigþór Árni Sigurgeirsson16552011Oddeyrarskóli½*½113
Baldur Thoroddsen15702009Brekkuskóli½½*113
Kristian Már Bernharðsson  2011Síðuskóli000*11
Hreggviður Örn Hjaltason 2009Giljaskóli0000*0

 

Þá þurfti að tefla til úrslita og þar var dramatíkin ekki minni; Fyrst gerðu þeir Baldur og Sigþór enn eitt jafntefli eftir harða baráttu. Þá tókst Tobiasi að leggja Baldur að velli. Lokst áttust þeir við Sigþór og Tobias og fór snemma að halla á þann síðarnefnda. Hann slapp svo aldrei úr heljarklóm Sigþórs og mátti játa sig sigraðan. Þá vera ljóst að einmitt Sigþór Árni Sigurgeirsson náði að hreppa hið eftirsóknarverða sæti á landsmótinu nú í vor.

Við látum myndirnar eiga hér, en þær eru nokkuð margar á Facebook.


Næstu mót

apr 25Það er nóg um að vera í Skákheimilinu á næstunni. Við ætlum að tefla atskák (8-3) á miðvikudaginn 2. apríl og svo verður stórt og mikið svæðismót í skólaskák á föstudaginn.
Eins og venjulega eru mótin okkar opin öllum, nema barnamótin sem miða við börn á grunnskólaaldri. 
Sé ekkert annað tekið fram er 700 kr. borðgjald fyrir hvert mót, en börn sem greiða æfingagjald eru undanþegin. 


Skáklíf í Brekkuskóla

Bre 2025 verðlaunÍ Brekkuskóla hefur Skákfélagið staðið fyrir reglulegri skákkennslu nú í vetur eins og undanfarin ár, enda er það eitt af hlutverkum félagsins skv. samningi þess við Akureyrarbæ. Nú í marsmánuði var skólamótið haldið og tóku alls þátt 32 nemendur og komust færri að en vildu. Skólastjórinn, Jóhanna María Agnarsdóttir var meðal áhorfenda á mótinu og afhenti þrenn verðlaun að því loknu. Verðlaunahafar eru (f.v.) Nökkvi Már Valsson (fyrir yngsta stig, 1-4.bekk), Baldur Thoroddsen (elsta stig, 8-10. bekk) og Valur Darri Ásgrímsson (miðstig). 
Seinna í vikunni munu þeir Baldur og Goði Svarfdal Héðinsson tefla til úrslita um sjálfan meistaratitil skólans.
Þeir nemendur sem höfnuðu í átta efstu sætunum á mótinu voru þessir:
Baldur Thoroddsen 10.bk. 6 vinninga
Nökkvi Már Valsson 4. bk og Valur Darri Ásgrímsson 7. bk. 5 vinninga. 
Nokkuð margir keppendur fengu 4 vinninga, en stigahæstir þeirra voru Tobias Þórarinn Matharel, Emil Andri Davíðsson, Ágúst Leó Sigurfinnsson og Goði Svarfdal Héðinsson úr 10. bekk ásamt Björgvin Elvari Björgvinssyni úr 4. bekk. 
Þessir tóku svo þátt í úrslitakeppninni. Fresta þurfti lokaeinvíginu þar sem annar keppandinn þurfti að mæta í ökutíma(!), en einvígið mun fara fram nú í vikunni sem áður segir.

Svæðismót í skólaskák 4. apríl

Í samvinnu við Skáksamband Íslands efnum við til Svæðismóts í skólaskák fyrir Norðurland eystra. Teflt verður um sæti á Landsmótinu í skólaskák á Ísafirði 3-4. maí nk. Teflt verður um svæðismeistaratitil í þremur aldursflokkum: 1-4. bekk 5-7. bekk 8-10....

Næstu mót

Við höldum hraðskákmót í kvöld , 20. mars kl. 20. Svo þetta: Sunnudaginn 23.mars kl. 13.00, atskák(8-3) Fimmtudaginn 27. mars kl. 18.00, hraðskák (4-2) Fimmtudaginn 2. apríl kl. 18.00, atskák (8-3) Þessi mót eru auðvitað opin öllum, konum sem köllum....

Staðan

Þótt nóg hafi verið um að vera í skákinni að undanförnu hafa ákveðin rólegheit ríkt hér heimafyrir. Íslandsmóti skákfélaga lau um sl. helgi og eins og venjulega er þetta mót stærsti viðburðurinn hér í hinum íslenska skákheimi. A og B-sveitir félagsins...

Mótaáætlun

Endurskoðuð mótaáætlun 6. mars 2025. Gildir til maíloka - með venjubundnum fyrirvara um breytingar.

Hraðskák í kvöld.

Hraðskákæfing byrjar kl. 20 í kvöld, 6. mars. Tímamörk 4-2 að venju.

Baldur og Nökkvi Már meistarar í yngri flokkum

Skákþing Akureyrar í yngri flokkum var háð sunnudaginn 23. febrúar. Tefldar voru sjö umferðir með tímamörkunum 8-3 og flokkast sem atskák. Þátttaka á mótinu var prýðisgóð, alls 21 barn mætti til leiks. Telft var um Akusreyrarmeistaratitla á tveimur...

Uppfærð mótaáætlun (með fyrirvara um breytingar eins og alltaf)

...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband