Aðalfundi lokið, ný stjórn tekur við.

Aðalfundur Skákfélagsins 2025 var haldinn þann 22. september. Fundurinn var boðaður með lögbundnum fyrirvara og aðalfundarstörf voru hefðbundin og eins og lög félagsins mæla fyrir um. Engar lagabreytingatillögur lágu fyrir fundinum og gekk hann greiðlega fyrir sig. Formaður kynnti skýrslu stjórnar sem þegar hafði verið birt hér á heimasíðunni. Þá gerði gjaldkeri grein fyrir reikningum sem voru samþykktir samhljóða. 
Ný stjórn var kjörin og er nú svo skipuð eftir að hafa skipt með sér verkum:
Áskell Örn Kárason, formaður 
Rúnar Sigurpálsson, varaformaður
Smári Ólafsson, gjaldkeri
Erla Rán Kjartansdóttir, ritari
Ásgrímur Örn Hallgrímsson, áhaldavörður
Stefán Steingrímur Bergsson, meðstjórnandi.
Þeir Andri Freyr Björgvinsson og Óskar Jensson sem voru í fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér í þetta sinn, en þau Erla Rán og Ásgrímur voru kjörin í þeirra stað. Voru þeim þökkuð störf sín fyrir félagið. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband