Skýrsla formanns fyrir ađalfund

Skýrsla Skáksfélags Akureyrar starfsáriđ 2023-2024.

 

Starfsáriđ reiknast frá ađalfundi til ađalfundar, sem skv. lögum skal halda í septembermánuđi.  Stjórn félagsins ţetta starfsár var ţannig skipuđ:  Áskell Örn Kárason (form.) Rúnar Sigurpálsson, (varaform.), Smári Ólafsson (gjaldk.), Andri Freyr Björgvinsson (ritari), Stefán Bergsson og Óskar Jensson. Stjórnin var endurkjörin óbreytt frá fyrra starfsári.

Ársskýrsla ţessi er samhljóđa ţeirri sem lögđ var fram á ađalfundi félagsins ţann 26. september sl. ađ öđru leyti en ţví ađ sleppt er nákvćmri upptalningu á einstökum skákmótum og úrslitum ţeirra.

 

Inngangur

Starf félagsins á árinu dró nokkurn dám af ţví ađ flytja ţurfti starfsemina í janúarmánuđi úr   Skákheimilinu í Íţróttahöllinni, sem ţađ hefur um árabil leigt af Akureyrarbć. Ađstađan var farin ađ láta nokkuđ á sjá og nýttist ekki sem skyldi. Mótahald og ćfingar á vormisseri fluttust ţví á ađstöđu á neđstu hćđ Rósenborgar og ţrengdi ţessi breyting nokkuđ ađ starfseminni, ţótt ţessi lausn vćri viđunandi sem bráđabirgđaráđstöfun.  Félagiđ gat svo flutt á ný í Skákheimiliđ á maílok og er óhćtt ađ segja ađ ţćr breytingar sem gerđar voru á ađstöđunni eru til mikilla bóta.  Skáksalur og ađstađa til varđveislu skákminja og bókasafns hefur tekiđ miklum framförum og allt húsnćđiđ endurnýjađ og fćrt til nútímahorfs. Viđ félagsmenn ţökkum leigusalanum fyrir snöfurleg viđbrögđ viđ beiđni okkar um endurbćtur á húsnćđinu.
Ađ ţessu frátöldu má segja ađ starfiđ hafi veriđ nokkuđ međ hefđbundnu sniđi.  Ţađ er ákveđiđ áhyggjuefni ađ almenn ţátttaka í skákmótum er nú heldur lakari en var fyrr á árum. Hinsvegar hefur barna- og unglingastarfiđ veriđ líflegt og má segja ađ ćskulýđsstarfsemin sé viđamesti ţátturinn í félagsstarfinu. Ţađ er í sjálfu sér jákvćtt og fćrir okkur um  leiđ ţađ verkefni ađ bjóđa uppvaxandi skákmönnum verđug verkefni til ađ ţroska sig og efla, svo skáklífiđ hér í bć megi njóta krafta uppvaxandi kynslóđar.

 

Skákmót og félagsstarf.

Hér á eftir verđur greint frá helstu mótum félagsins á starfsárinu, fyrir utan sérstök barna- og unglingamót, sem fjallađ verđur um í sérstökum kafla.  

Mótadagskrá var hefđbundin á haustmisseri 2023 og hófst međ Startmótinu ţann 7. september. Síđan tók viđ haustmótiđ, sem er hiđ árlega meistaramót félagsins. Ţar voru keppendur 14 talsins og lauk ţví međ sigri Andra Freys Björgvinssonar.  Mótiđ tók rúman mánuđ og lauk um miđjan október.  Rúmlega vikuhlé var gert á mótinu vegna ţátttöku félagsins í Evrópumóti skákfélaga sem greint verđur frá síđar.

Önnur mót á haustmisseri voru hausthrađskákmótiđ, Atskákmót Akureyrar, Bođsmótiđ, Jólahrađskákmótiđ og Hverfakeppnin, auk syrpu hrađskákmóta sem haldin var í nóvember og desember. Alls 20 taflfundir frá septemberbyrjun til ársloka. Keppendur á hverju móti voru frá sjö og upp í 18 ţegar flest var.

Á nýju ári hófst starfiđ međ hinu hefđbundna nýjársmóti á nýjársdag og síđan tók viđ Skákţing Akureyrar (hiđ 87. í röđinni), ţann 14. janúar. Tólf keppendur mćttu til leiks og voru tefldar sjö umferđir. Mótinu lauk 9. febrúar međ sigri Markúsar Orra Óskarssonar sem ţar međ varđ yngsti Skákmeistari Akureyrar frá upphafi, tćplega 15 ára gamall.
Af öđrum mótum má nefna Hrađskákmót Akureyrar, Bikarmótiđ og Páskahrađskákmótiđ, auk fjölmargra styttri hrađskákmóta. Alls teljast taflfundir vormisseris 24 talsins.
Ađ venju var lítiđ um skákmótahald yfir sumarmánuđina ţrjá og var látiđ nćgja ađ halda eitt hrađskákmót í hverjum mánuđi, júní, júlí og ágúst.
Alls teljast ţví almennir taflfundir (einstök mót og umferđir í mótum sem ná yfir fleiri daga) hafa veriđ 47 á starfsárinu.

 

Ađ venju tók félagiđ ţátt í Íslandsmóti skákfélaga og sendi ţrjár sveitir til keppni, A- sveit í 1. deild, B-sveitir í 2. deild og C-sveit í 4. deild. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ B- og C-sveitirnar unnu sig báđar upp um deild og verđur félagiđ ţví međ tvćr sveitir í 1. deild (nćstefstu deild) á nćsta keppnistímabili.
Ţá tók félagiđ ţátt í Evrópukeppni skákfélaga sem haldin var í Durrës í Albaníu í lok september 2023 og hafnađi ţar rétt fyrir neđan miđju í mjög sterku móti.

 

 

Barna- og unglingastarf

Ţessi ţáttur félagsstarfsins hefur smám saman fariđ vaxandi og er nú í ađ verđa ţungamiđjan í starfi félagsins. Fastar ćfingar eru frá upphafi skólaárs ađ hausti til maíloka. Voru ađ jafnađi haldnar ţrjár ćfingar í viku; ein í almennum flokki (yngri börn) og tvćr í framhaldsflokki.  Alls voru haldnar 97 skákćfingar á starfsárinu og voru skráđir iđkendur í báđum flokkum voru 44, sem er nokkur fćkkun frá fyrra ári, ţegar mikil aukning varđ á ţátttöku á vormisseri.

Ţá voru á vegum félagsins haldnar reglulegar skákćfingar í ţremur grunnskólum á Akureyri. Má ćtla ađ um tvöhundruđ börn hafi fengiđ skákkennslu međ ţessum hćtti, frá ţriđja til sjötta bekk.  Skákkennsla og ţjálfun á starfsárinu náđi ţví til u.ţ.b. 250 barna á grunnskóla-aldri, en flestir iđkendur eru 8-11 ára gamlir.
Í ţessu samhengi er rétt ađ nefna ađ félagiđ hafđi umsjón međ ţátttöku ţriggja sveita á Íslandsmótum skólasveita á vormisseri; sveitir frá Lundarskóla og Brekkuskóla tóku ţátt í Íslandsmóti stúlknasveita í Kópavogi í janúar og sveit frá Brekkuskóla í Íslandsmóti grunnskólasveita í Reykjavík í apríl. 

Ungum iđkendum er frjálst ađ taka ţátt í öllum almennum mótum félagsins (sem greint var frá hér á undan) og nýta ţau sér ţađ ađ einhverju leyti. Einnig var haldinn nokkur fjöldi sérstakra barnamóta og eru ţessi helst: 
Haustmót barna í október, jólapakkamót í desember, Skákţing Akureyrar í yngri flokkum í febrúar, auk sk. „mánađarmóta“ á vormisseri, fimm talsins.
Ţá stóđ félagiđ ađ Svćđismóti í skólaskák (fyrir Norđurland eystra) í apríl, svo og fyrir Landsmóti í skólaskák ţann 4-5. maí; bćđi mótin í samvinnu viđ Skáksamband Íslands. Í síđarnefnda mótinu tóku ţátt 36 börn úr grunnskólum frá öllum landshlutum og tefldu um ţrjá landsmeistaratitla í aldursskiptu móti. Ţađ heyrđi til tíđinda ađ Akureyrarmeistarinn Markús Orri Óskarsson úr Síđuskóla varđ landsmeistari í elsta flokki (8-10. bekk). Má geta ţess ađ Markús var valinn til ađ keppa fyrir Íslands hönd á tveimur alţjóđlegum unglingamótum; Evrópumóti unglinga sem fram fór á Ítalíu í apríl og Heimsmeistaramóti unglinga sem háđ var í Prag í ágústmánuđi.

Áskell Örn Kárason, formađur Skákfélags Akureyrar. 


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband