Skemmtileg stelpuhelgi. Harpa stúlknameistari.

Dagana 17. og 18. maí efndum við til "stelpuhelgi" í Skákheimilinu og fengum Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur varaforseta SÍ og kennara við Skákskólann í lið með okkur. Á laugardeginum var haldin vegleg æfing og mættu 12 stúlkur á aldrinum 9-12 ára. Þær létu vel af æfingunni og ekki skemmdi fyrir að fá gómsæta pizzuveislu í lokin. Daginn eftir var svo haldið "Stúlknameistaramót Akureyrar" með 8 þátttakendum. Þar reyndist hin margherta Harpa Hrafney Karlsdóttir hlutskörpust og vann allar sínar skákir, sjö að tölu og er þar með fyrsta stúlkan um langt árabil sem hampar þessum titli. Næst henni kom Sóldögg Jökla Stefánsdóttir með sex vinninga og þriðja varð Ragnheiður Valgarðsdóttir með fimm. Allar eru þessa telpur fæddar árið 2013 og bara nokkuð iðnar við kolann. Vonandi tekst okkur að halda merki kvennaskákar áfram á lofti hér fyrir norðan og var heimsókn Jóhönnu mikil hvatning í þá átt

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband