Svćđismótiđ; Nökkvi, Harpa og Sigţór unnu.

Svćđismót Norđurlands eystra var háđ hér á Akureyri í dag, 4. apríl. Alls mćttu 38 börn til leiks úr 8 skólum. Úrslit sem hér segir:
Yngsta stig (1-4. bekkur):

röđnafnf. árskólivinn
1Nökkvi Már Valsson2015Brekkuskóli6
2Kolbeinn Arnfjörđ Elvarsson2015Brekkuskóli5
3Dominik Wielgus2015Oddeyrar4
 Iraklis Hrafn Theodoropoulos2016Oddeyrar4
 Björgvin Elvar Björgvinsson2015Brekkuskóli4
 Benedikt Jósef Halldórsson2015Ţórshafnar4
7Axel Óli Vilhelmsson2015Lundarskóli
8Blćr Thoroddsen2018Brekkuskóli3
 Patricija Petkute2015Lundarskóli3
 Ţorleifur Karl Kárason2015Glerárskóli3
 Ólafur Steinar Steinarsson2015Síđuskóli3
 Björn Ingvar Marinósson2016Naustaskóli3
 Sóley Birna Steinţórsdóttir2015Lundarskóli3
14Elín Stefanía Sigurđardóttir2015Lundarskóli2
 Ţórkatla Andradóttir2015Lundarskóli2
 Óliver Örn Stefánsson2015Síđuskóli2
 Heiđdís Heiđa Jónasdóttir2015Síđuskóli2
 Daníel Freyr Narfason2016Hríseyjar2
19Jóhann Narfi Narfason2016Hríseyjar

Hér var sigur Nökkva nokkur öruggur eins og vćnta mátti. Hann lenti ţó í knappri vörn gegn Kolbeini, en tókst ađ lokum ađ snúa á hann og knýja fram vinning. Kolbeinn var nokkuđ öruggur í öđru sćti og vann alla ađra en Nökkva. Fjórir deildu svo ţriđja sćtinu. 

Á miđstigi voru 14 keppendur ţar sigrađi Harpa eftir hörkukeppni viđ Viacheslav bekkjarbróđur sinn í Lundarskóla. Í innbyrđis skák ţeirra komst Slava í heldur betra endatafl en gćtti ekki ađ sér og ţegar Harpa náđi ađ króa riddara hans af úti í horni voru úrslitin ljós. Ţessi tvö, ásamt Vali Darra voru bersýnilega í sérflokki hér, enda öll ađ stunda reglulegar ćfingar hjá Skákfélaginu. Athygli vakti öflug innkoma pilta frá Ţórshöfn, en ţeir stunda vikulegar ćfingar undir handleiđslu Hilmu skólastjóra. Mćttu fleiri taka ţá Ţórshafnarbúa sér til fyrirmyndar. Lokastađan:

röđnafnstigf.árskólivinn
1Karlsdottir Harpa Hrafney15422013Lundarskóli6
2Kramarenko Viacheslav15002013Lundarskóli5
3Asgrimsson Valur Darri14642012Brekkuskóli4
4Thoroddsen Kari 2012Brekkuskóli4
5Albertsson Ingvar Smari 2014Ţórshafnar3
6Snaebjornsson Baltasar 2013Lundarskóli3
7Arnason Jakob Ingi 2014Ţórshafnar3
8Axelsson Sigurbergur 2014Ţórshafnar3
9Stefansdottir Soldogg Jokla 2013Brekkuskóli3
 Valgardsdottir Ragnheidur 2013Brekkuskóli3
11Oskarsson Tony Rafn 2014Oddeyrarskóli2
12Helgason Jon Valur 2013Brekkuskóli2
13Rask Anna Viola 2013Hríseyjar1
14Rask Johan Jorundur 2014Hríseyjar0

Ţá er komiđ ađ elsta flokki. Ţar eru nokkrir áhugasamir piltar, en alls ekki nógu margir. Í ţetta sinn mćtti fimm til keppninnar. Mikiđ jafnrćđi ríkir međal ţeirra ţriggja bestu, svo mjög ađ skákum ţeirra allra lauk međ jafntefli - og var ţó hart barist. Ţeir tefldu einfalda umferđ og niđurstađan var ţessi:

    12345vinn
Tobias Matharel16402009Brekkuskóli*˝˝113
Sigţór Árni Sigurgeirsson16552011Oddeyrarskóli˝*˝113
Baldur Thoroddsen15702009Brekkuskóli˝˝*113
Kristian Már Bernharđsson  2011Síđuskóli000*11
Hreggviđur Örn Hjaltason 2009Giljaskóli0000*0

 

Ţá ţurfti ađ tefla til úrslita og ţar var dramatíkin ekki minni; Fyrst gerđu ţeir Baldur og Sigţór enn eitt jafntefli eftir harđa baráttu. Ţá tókst Tobiasi ađ leggja Baldur ađ velli. Lokst áttust ţeir viđ Sigţór og Tobias og fór snemma ađ halla á ţann síđarnefnda. Hann slapp svo aldrei úr heljarklóm Sigţórs og mátti játa sig sigrađan. Ţá vera ljóst ađ einmitt Sigţór Árni Sigurgeirsson náđi ađ hreppa hiđ eftirsóknarverđa sćti á landsmótinu nú í vor.

Viđ látum myndirnar eiga hér, en ţćr eru nokkuđ margar á Facebook.


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af ţremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband