Skákţing Akureyrar; Markús meistari annađ áriđ í röđ
Sunnudagur, 2. febrúar 2025
Sjöunda og síđasta umferđ Skákţings Akureyrar var tefld í dag, 2. febrúar. Ađ venju varđ baráttar hörđ og ströng. Úrslit:
Benedikt-Baldur 0-1
Sigurđur-Tobias 0-1
Karl-Valur Darri 1/2
Stefán-Smári 1-0
Eymundur-Markús 0-1
Fyrstir til ađ ljúka skák sinni voru Bćgisár-Bensi og Baldur af ćtt Thoroddsena. Sá síđarnefndi er yngismađur og í stöđugri framför. Bensi hefur veriđ ađ sćkja sig líka, en voru mislögđ peđ í ţessari skák. Stađan var lengi í jafnvćgi, uns Bensi náđi hćttulegum fćrum međ peđi á d-línunni. Baldur fékk mótspil gegn hörgdćlska kónginum sem hefđi átt ađ duga til jafnteflis, en ţađ vildi Baldur ekki. Fékk hann ţá tapađ tafl, en hélt samt áfram vinningstilraunum sem báru árangur eftir slćman afleik Benedikts.
Ţá var komiđ ađ Tobiasi, bekkjarbróđur Baldurs, sem er rísandi stjarna eins og hann. Beitti Grünfeldsvörn gegn Sigurđi en reyndist ekki kunna frćđin eftir 5.Db3. Hélt sér ţó á floti međ glúrnum leikjum og ţar kom ađ sýslumannsfulltrúinn spennti bogann of hátt og fórnađi manni. Fékk hćttulegt frípeđ í sárabćtur og eftir nokkrar flćkjur tókst T.Matharel ađ koma sér í unniđ hróksendatafl. Gott mót hjá pilti.
Valur Darri er líka í mikilli framför og náđi hálfgerđu steinbítstaki á Trillu-Kalla. Sá kann ađ veiđa steinbít og fann ţađ helst sér til lífs ađ skipta upp í peđsendatafl, ţar sem enn voru sjö peđ á borđinu. Ţađ hefđi átt ađ vera léttunniđ hjá unga manninum, en tćknin í svona endatöflum er ekki alveg komin til hans, svo jafntefli varđ niđurstađan.
Í skák Stefáns og Smára var greinilega barist um verđlaun. Ţar skildi á milli keppenda ađ Smári var nýkominn af ţorrablóti, en Stefán enn ófarinn á ţá samkomu. Olli ţađ ţví ađ hann fékk nćsta óviđráđanlegan riddara á d5 (og hafđi hvítt) en mótspil ţorraţrćlsins, (sem virtist nokkuđ öflugt um tíma), náđi ekki alveg tilgangi sínum og mátti hann eftir ónákvćman leik gefa skákina.
Síđasta skákin sem klárađist var á milli Eymundar og Markúsar - og var ţá ljóst eftir töp Sigurđar og Smára ađ sá síđarnefndi myndi vinna mótiđ, hvernig sem fćri. Akureyrarmeistarinn fékk snemma nokkuđ ţćgilega stöđu en Eymundur tefldi traust og móađist viđ. Ađ lokum tókst Markúsi ţó ađ brjótast í gegn og ná slíkum hótunum gegn hvíta kóngnum ađ hann vann mann. Međ tvo létta gegn einum var eftirleikurinn auđveldur.
Eins og sjá má af lokastöđunni var sigur Markúsar öruggur - ţrátt fyrir tap í fyrstu skákinni. Hann var aldrei í vandrćđum eftir ţađ. Annađ sćti Stefáns verđur líka ađ teljast verđskuldađ - hann er stöđugt ađ sćkja sig ţótt sé kominn rétt yfir miđjan aldur. Ţá má segja ađ Tobias hafi komiđ sterkur inn og er greinilega í framför; sá keppandi sem bćtti mest viđ sig á stigum. Ađrir átti misgott mót, en pistlaskrifari fylgist alltaf sérstaklega međ ungum iđkendum. Bćđi Valur Darri og Baldur (sem vonandi fer ađ komast inn á stigalista!) stóđu sig međ sóma og munu vonandi sćkja sig í áframhaldinu.
Viđ vísum svo á chess-results um lokastöđuna. Eg biđ athugendur bara ađ taka miđ af ţví ađ útreikningar chess-results eiga ekki alveg viđ annađ sćtiđ; ţar hefur Stefán vinninginn, ţrátt fyrir ţađ sem ch-r sýnir. Tobias tefldi of fáar skákir til ađ hljóta silfriđ.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 3.2.2025 kl. 09:16 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.