Skákţingiđ: Stefán einn í forystu.

Ađeins fjórar skákir voru tefldar í 2. umferđ í kvöld. Bćđi komu til yfirsetur og hin margfrćga ekkjufrú Skotta (sem gerir jafntefli í sínum skákum í ţessu móti), auk ţess sem einn keppandi forfallađist á síđustu stundu og mćtti ţví ekki til leiks. 

Af hinum tefldu skákum er ţađ helst ađ frétta ađ báran var stigin afar ţunglega í skák Smára og Sigurđar. Sá síđarnefndi setti snemma upp ísfirskan biskup á b7 sem virtist óviđráđanlegur, jafnvel fyrir marghertan leigubílstjóra. Ţvćldist sá eyfirski um hríđ í ađeins lakari stöđu og brátt ruddust hinir ţungu menn Sigurđar međ hjálp af biskupnum inn á kóngsstöđu taxidrćversins úr Stađarbyggđinni. En kóngur hans slapp á hlaupum suđur allan fjörđ og nú fóru ísfirsku kallarnir ađ grípa í tómt. Snörist ţá tafliđ viđ og Smári (sá eyfirski) virtist hafa tafliđ í hendi sér. En ţegar honum förlađist náđi ísfirski guđsmađurinn aftur ađ láta til sín taka og um síđir fundu menn ekki önnur ráđ en ađ ţrátefla. Stóđu ţá báđir laklega eins og stundum er sagt.  Stóđ ţessi skák lengst allra og var stórbrotin. 
Sigţór missté sig snemma í skákinni viđ Markús og mátti gefa mann í upphafi miđtafls. Eftir ţađ var ekki ađ sökum ađ spyrja og Akureyrarmeistarinn knúđi fram sigur af öryggi ţótt ţađ tćki sinn tíma. 
Stefán átti harma ađ hefna gegn Benedikt frá ţví í bođsmótinu. Hér mćttust ţví aftur fulltrúar hinna merku ţveráa Eyjafjarđardala (Munka- og Bćgis-); miklir andans menn sem draga dám af sínum fćđingarstöđum. Enda bar taflmennskan andríki ţeirra greinilegan vott. Báđir tefldu af krafti, en skyndilega skellti svört munkadrottning (ekki nunna samt) sér inn í Bćgisárstöđuna og svo fylgdu tveir hrókar. Ţegar öđrum ţeirra var fórnađ og hinn bjó sig undir sömu örlög var Paradísarmissir Benedikts fullkomnađur og hann mátti gefast upp. Var ţá hefnt fyrir umrćtt tap á bođsmótinu.
Af Kussungsstađaćtt var svo mćttur Valur Darri (stundum nefndur Val-dari) og atti kappi viđ hálfnafna siđbótarklerksins alkunna, Eymund Lúther. Sá fyrrnefndi tefldi hvasst međ hvítu mönnunum og fórnađi peđi snemma tafls. Lúther svarađi ţví af yfirvegun og gćtti ţess ađ veikja ekki stöđu sína. Upp kom endatafl ţar sem svartur (E. Lúther) hafi klárt frumkvćđi og hćttulegan frelsingja, en Kussungstađakappinn kunni sína lexíu (virkja kónginn!) og ţegar ţjóđhöfđinginn kom á vettvang voru dagar frelsingjans taldir. Ţá bauđ Eymundur jafntefli sem var ţegiđ. 

Smári-Sigurđur       1/2
Benedikt-Stefán      0-1
Valur Darri-Eymundur  1/2
Sigţór-Markús        0-1
Gođi-Karl            0-1 (hvítur mćtti ekki) 

Stefán ţví einn efstur međ fullt hús ađ tveimur umferđum loknum, en Smári, Sigurđur og Karl hafa einn og hálfan. Ađrir hafa fćrri vinninga.  
Nćst verđur teflt á sunnudag. Pörunun birtist um hádegi á morgun.


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af átta og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband