Hverfakeppnin: jafnt á öllum vígstöđvum!

Hin árlega hverfakeppni SA var háđ í gćr, 29. desember. Lengi vel var mönnum skipađ í sveitir eftir búsetu í bćnum, en nú ţykir ţađ ekki henta lengur, hvađ sem síđar verđur. Í ţetta sinn völdu höfđingarnir Rúnar Sigurpálsson og Símon Ţórhallsson sér liđsmenn úr hópi viđstaddra. Úr urđu tvćr firnasterkar fimm manna sveitir, reyndar kom sjötti mađurinn til liđs viđ ađra sveitina sem varamađur. 
Skáksveitanafnanefnd Norđurlands valdi sveitunum nöfn og stýrđi Rúnar Fáfnisbönum en Símon Miđgarđsormum. Tefld var bćndaglíma, tvöföld umferđ. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ keppnin var hörđ og jöfn. Banarnir höfđu náđ góđri fyrstu eftir fyrri hlutann; 14,5-10,5 en í upphafi seinni hlutans sneru Ormarnir taflinu viđ og náđu naumri forystu. Međ ofurmannlegu átaki í lokaumferđunum tókst Bönunum hinsvegar ađ jafna metin og lokaniđurstađan varđ 25-25. Ekki voru reiknuđ borđastig vegna ákafrar andstöđu Bananna og ţetta ţví látiđ gott heita.
Bestum árangri náđi Símon Miđgarđsormur međ 8,5/10 en Rúnar Fáfnisbani fékk 7,5 og sömu vinningatölu náđi reyndar Áskell Ormur Kárason líka. 

Nú verđur gert örstutt hlé á taflmennskunni yfir áramótin, en hiđ margumtalađa Nýjársmót félagsins fer fram á fyrsta degi ársins og byrjar kl. 14.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband