Boðsmótið hefst 27. nóv

Boðsmótið, sem haldið var í fyrsta sinn í fyrra, er með nokkuð óvenjulegu sniði og verður reynt að lýsa því hér. 

Megintilgangurinn með þessu móti er að gefa stigalágum eða stigalausum (sem flestir eru í hópi yngri iðkenda), tækifæri til að tefla kappskákir sem reiknast til stiga. Til þess þurfum við m.a. liðsinni iðkenda af eldri kynslóðinni og er þeim öllum boðið til þátttöku. 

Keppnisfyrirkomulag verður sveigjanlegt. Þátttakendur geta valið að tefla eina skák, allar sjö skákirnar, eða eitthvað þar á milli. Þannig gefur þetta mót þeim skákmönnum sem ekki vilja binda sig til þátttöku í öllum sjö umferðunum og kannski tefla eina eða þvær skákir, tækifæri til að dusta rykið af skáksellunum. Hinir, sem eru ákafari og metnaðarfyllri, geta svo reynt að safna sem flestum vinningum í eins mörgum skákum og mögulegt er.
Þeir sem mæta til leiks í hvert sinn verða paraðir saman; eina reglan sem gildir er að menn tefla aldrei tvisvar við sama andstæðing.  

Mótið hefst miðvikudaginn 27. nóvember kl. 18.00 og þá er gott að sjá sem flesta og verður reynt að skipuleggja framhaldið sem best í samráði við keppendahópinn. Aðrir keppnisdagar:
Fimmtudagur 28. nóvember kl. 14:30 (reynt verður að koma á móts við þá sem vilja mæta síðar þennan dag).
Laugardagur 30. nóvember kl. 13:00
Miðvikudagur 4. desember kl. 18:00
Laugardagur 7. desember kl. 13:00
Sunnudagur 8. desember kl. 13:00
Miðvikudagur 11. desember kl. 18:00

Umhugsunartími verður 60 mínútur, auk 30 sekúndna viðbótartíma við hvern leik.
Mótið reiknast til alþjóðlegra kappskákstiga. 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta til leiks fyrsta keppnisdaginn og/eða hafa samband við Áskel skákstjóra í síma 897-8055 eða í netfangið askell@simnet.is.

Engin þátttökugjöld verða innheimt fyrir þetta mót. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband