Íslandsmót ungmenna; prýðisárangur okkar iðkenda.

Íslandsmót ungmenna var haldið í Miðgarði Garðabæ nú sl. helgi. Teflt var um meistaratitla stráka og stelpna í fimm aldursflokkum, u8, u10, u12, u14 og u16. Metþátttaka var héðan að norðan, teflt í öllum flokkum nema þeim yngsta. Árangur okkar fólks var ýmist framúrskarandi, góður eða vel viðunandi. 
Mesta athygli vakti árangur tveggja af nýliðunum; Nökkvi Már varð þriðji í u10 flokknum
Nökkvi u10 og Harpa önnur í u12 flokki telpna. Bæði að tefla sínu fyrsta móti af þessu tagi og stimpla sig inn í hóp öflugustu skákbarna í sínum aldursflokkum. Þá fengu Sigþór og Markús brons í sínum flokkum (u14 og u16) en þeir eru báðir margreyndir á þessu sviði og var árangur þeirra eftir væntingum - reyndar var Markús augljóslega í færum að vinna sinn flokk. Aðrir keppendur söfnuðu í reynslubankann og stóðu sig með prýði. Viacheslav og Valur Darri voru lengst af í toppbaráttu í u12 flokknum og höfnuðu rétt fyrir ofan miðju. Þeir geta báður bætt sig en þurfa ekki að skammast sín fyrir þennan árangur. Skírnir hafði á brattan að sækja en komst frá mótinu með fullri sæmd. Hann er á yngra ári í u10 flokknum og getur bætt árangur sinn að ári. Kristian var að tefla á sínu fyrsta móti af þessu tagi og átti erfitt uppdráttar, U12-allir-768x512enda oft við mjög sjóaða andstæðinga að ræða. En hann getur bætt sig mikið með áframhaldandi ástundun.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband