Haustmótiđ; ţrír jafnir í efsta sćti!
Sunnudagur, 29. september 2024
Úrslit dagsins:
Markús-Stefán 1/2
Sigurđur-Smári 0-1
Karl-Áskell 0-1
Sviptingarskákir, einkum tvćr ţćr fyrstnefndu. Markús spennti bogann of hátt í miđtaflinu og lenti í töpuđu hróksendatafli. Hann varđist ţó vel og náđi ađ ţvinga fram jafntefli eftir mistök andstćđingsins.
Sigurđur og Smári tefldu ţunga baráttuskák og eftir laglega hnykk í miđtaflinu fékk Sigurđur hartnćr unniđ tafl. Hann var ţó í vandrćđum međ ađ finna gott framhald og missti skákina niđur í hróksendatafl ţar sem kóngur svarts geystist fram á völlinn og knúđi fram sigur fyrir Smára.
Áskell fékk snemma ţćgilegt tafl međ svörtu og tókst ađ ná fram sigri, ţrátt fyrir harđvítuga andspyrnu Karls.
Ţegar ţremur umferđum af fimm í ţessari úrslitakeppni er lokiđ eru ţeir Markús, Smári og Áskell jafnir í efsta sćti međ tvo vinninga, en Stefán kemur nćstur međ einn og hálfan. Í fjórđu umferđ, sem tefld verđur nk. fimmtudag eigast ţessir viđ:
Stefán og Áskell
Smári og Karl
Markús og Sigurđur
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.