Vormót barna í nýju Skákheimili; Sigþór sigraði.
Mánudagur, 3. júní 2024
Skákfélagið hefur nú fengið lyklavöld að nýju að Skákheimilinu í Íþróttahöllinni og öll starfsemin nú flutt úr Rósenborg. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu og ætti það að henta félaginu og iðkendum betur en áður. Við höfum fengið rúmgóða geymslu og eldhús- og snyrtiaðstaða hefur verið stórbætt. Salurinn er alveg uppgerður og ætti rýmið þar að nýtast betur en áður.
Þann 31. maí var fyrsta mótið haldið í hinum nýuppgerða sal, vormót barna sem um leið var fimmta mótið í mánaðamótaröð vormisseris. Tíu börn mætti til leiks á mótinu og eins og oft áður varð Sigþór Árni Sigurgeirsson hlutskarpastur, vann allar sínar skákir, sex að tölu. Í öðru og þriðja sæti urðu þeir Valur Darri Ásgrímsson og Damian Jakub Kondracki. Af yngri börnunum (f. 2014 og síðar), varð Nökkvi Már Valsson hlutskarpastur, sjónarmun á undan Gabríel Mána Jónssyni.
Sigþór safnaði flestum vinningum í mánaðarmótaröðinni, næstur varð Viacheslav Kramarenko og þriðji Valur Darri Ásgrímsson. Í yngri flokki fékk Gabríel Máni Jónsson flesta vinninga en næstur honum kom Skírnir Sigursveinn Hjaltason.
Þann 13. júní næstkomandi munum við svo fagna opnuninni með pompi og prakt og er öllu áhugafólki og velunnurum félagsins boðið til þeirrar samkomu. Þetta verður auglýst síðar.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook











Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.