Sigţór vann marsmótiđ
Sunnudagur, 10. mars 2024
Ţrettán keppendur mćttu til leiks á mánađarmót barna í gćr, 9. mars. Mótiđ var mjög skemmtilegt og hart barist um sigurinn. Valt ţar á ýmsu. Damian tók snemma forystuna, en missti hana svo í hendur Vals Darra, sem var efstur fyrir lokaumferđina. Ţá mátti hann ţola tap í langri skák gegn Viacheslav, eftir ađ hafa hafnađ jafntefli. Viacheslav (takiđ eftir breyttri stafsetningu á nafni hans, sem er samrćmd viđ Ţjóđskrá) hafđi hinsvegar í umferđinni á undan misst af einföldum vinningi gegn Sigţóri, ţar sem hann ţvingađi fram jafntefli í vinningsstöđu. Sumt af ţví sem hér er skráđ má skrifa á reynsluleysi, en víst hafa reyndari skákmenn geri sig seka um annađ eins. Mestu skiptir ađ okkar ungu iđkendur taki framförum, sem ţeir greinilega eru ađ gera. Um alla keppendur í mótinu má segja ađ ţeim veitir ekki af frekari ţjálfun, og eru ţó sum ţeirra mjög iđin viđ tafliđ. En lokastađan varđ sumsé ţessi (sex umferđir tefldar):
röđ | nafn | stig | f.ár | vinn |
1 | Sigţór Árni Sigurgeirsson | 1678 | 2011 | 5 |
2 | Viacheslav Kramarenko | 1667 | 2013 | 4˝ |
Valur Darri Ásgrímsson | 1554 | 2012 | 4˝ | |
4 | Damian Jakub Kondracki | 1608 | 2008 | 4 |
5 | Kristian Már Bernharđsson | 0 | 2011 | 3˝ |
Gabríel Máni Jónsson | 0 | 2016 | 3˝ | |
7 | Yrsa Sif Hinriksdóttir | 0 | 2012 | 3 |
Kári Thoroddsen | 0 | 2012 | 3 | |
Einar Ernir Eyţórsson | 0 | 2011 | 3 | |
10 | Skírnir Sigursveinn Hjaltason | 0 | 2015 | 2˝ |
Harpa Hrafney Karlsdóttir | 0 | 2013 | 2˝ | |
12 | Dominik W Wielgus | 0 | 2015 | 2 |
13 | Kári Sćberg Magnason | 0 | 2014 | 1 |
Ţegar saman eru reiknuđ mánađarmót fyrir ţrjá fyrstu mánuđi ársins hafa ţessir keppendur safnađ flestum vinningum, (hér hagnast ţeir sem tekiđ hafa ţátt í öllum mótunum ţremur)
Sigţór 17
Viacheslav 13
Kristian 11,5
Damian 11
Gabríel Máni 10
Valur Darri 9,5
Einar Ernir 7
Skírnir 6
Tvö mánađarmót eru áformuđ til viđbótar í vor; hiđ fyrra vćntanlega ţann 6.apríl. Ţađ verđur jafnframt svćđismót í skólaskák ţar sem teflt verđur upp á sćti á Landsmóti í skólaskák, sem fer einmitt fram hér á Akureyri dagana 4. og 5. maí.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.