Sögulegu skákţingi lokiđ: Markús Orri nýr Akureyrarmeistari
Föstudagur, 9. febrúar 2024
Lokaumferđ Skákţings Akureyrar var tefld í gćr, 8. febrúar. Markús Orri var fyrir umferđina ţegar búinn ađ tryggja sér efsta sćtiđ á mótinu og ţví fyrirséđ ađ hann yrđi sá yngsti sem hampađi titlinum "Skákmeistari Akureyrar" í 87 ára sögu ţessa móts, en Markús verđur 15 ára eftir nokkra daga.
Hann sló ekki slöku viđ í lokaumferđinni og landađi enn einum sigrinum og lauk ţví mótinu međ fullu húsi vinninga, sjö af sjö. Hann var ţví ţegar upp er stađiđ, heilum tveimur vinningum á undan nćsta manni, Stefáni G. Jónssyni. Ţess má geta til gamans, ađ ţađ er sextíu ára aldursmunur á sigurvegararnum og silfurverđlaunahafanum og sýnir ţađ betur en annađ hvernig skákíţróttin höfđar jafnt til allra aldurshópa.
En úrslitin í lokaumferđinni:
Markús-Vjatsjeslav 1-0
Stefán G-Sigurđur 1/2
Stefán A-Eymundur 1-0
Gođi-Sigţór 1-0
Valur Darri-Damian 0-1
Lokastađan í mótinu:
Markús Orri Óskarsson 7
Stefán G Jónsson 5
Eymundur Eymundsson 4,5
Stefán Arnalds og
Sigurđur Eiríksson 4
Gođi Svarfdal Héđinsson og
Damian Jakub Kondracki 3,5
Ýmir Logi Óđinsson,
Sigţór Árni Sigurgeirsson,
Valur Darri Ásgrímsson og
Vjatsjeslav Kramarenko 2,5
Kristian Már Bernhardsson 1,5
Sjá nánar á chess-results.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.