Skákţingiđ - Markús búinn ađ tryggja sér sigur!
Sunnudagur, 4. febrúar 2024
Sjötta og nćstsíđasta umferđ Skákţings Akureyrar fór fram í dag. Nokkur spenna ríkti um ţađ hvort sigurganga Markúsar Orra Óskarssonar myndi halda áfram og hann ná ađ tryggja sér sinn fyrsta titil sem Skákmeistari Akureyrar. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ Markús lenti í kröppum dansi gegn ćfingafélaga sínum, Sigţóri Árna Sigurgeirssyni. Sigţót tefldi djarft til sóknar og fórnađi liđi. Á viđkvćmu augnabliki brást vörnin hjá hinum verđandi Akureyrarmeistara og ósigur blasti viđ. En ţá ţraut Sigţóri erindiđ - hann fann ekki vinninginn og lék skákinni skömmu síđar niđur í tap.
Báđir eru ţeir ţó fullsćmdir af ţessari skák, Markús fyrir ađ hafa siglt henni í farsćla höfn og Sigţór fyrir ađ hafa sýnt söguleg tilţrif í sóknartaflmennsku. Međ sama áframhaldi á hann eftir ađ landa mörgun stórlöxum.
Sigur Markúsar er magnađur og er hann yngsti skákmađur sem tryggir sér Akureyrarmeistaratitilinn í 87 ára sögu ţessa höfđuskákmóts bćjarins. Ţađ er mikiđ afrek og viđ óskum honum til hamingju međ ţađ.
Önnur úrslit:
Eymundur-Valur Darri 1-0
Stefán A- Stefán G 0-1
Sigurđur-Gođi 1-0
Damian-Ýmir 1-0
Vjatsjeslav-Kristian 1-0
Lokaumferđ mótsins fer fram nk. fimmtudag og hefst kl. 17 (ath. tímasetninguna!).
Ţá eigast ţessir viđ:
Markús og Vjatsjeslav
Stefán G og Sigurđur
Stefán A og Eymundur
Gođi og Sigţór
Valur Darri og Damian
Ýmir tekur yfirsetu (1/2) og Kristian leggur Skottu ađ velli (1).
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.