Íslandsmót ungmenna (8-16 ára); fimm SA-iđkendur tóku ţátt!
Mánudagur, 6. nóvember 2023
Íslandsmót ungmenna var háđ í Miđgarđi í Garđabć ţann 4. nóvember sl. Teflt var um Íslandsmeistaratitla í fimm aldursflokkum. Frá okkur komi fimm keppendur, sem er prýđisţátttaka, enda vorum vuiđ norđanmenn líklega einu ţátttakendurnir utan Stór-Reykjavíkursvćđisins.
Allir okkar keppendur stóđu sig međ sóma og ţrír af fimm voru nálćgt verđlaunasćtum. Lítum á úrslitin:
Í yngsta flokknum (u-8) tefldu Gabríel Máni Jónsson og Skírnir Sigursveinn Hjaltason. Skírnir byrjađi vel en fatađist ađeins flugiđ ţegar á leiđ og endađi međ ţrjá vinninga af sjö. Hann á örugglega meira inni. Gabríel tapađi fyrstu skák sinni, en náđi sér vel á strik eftir ţađ og fékk ţegar upp var stađiđ, fimm vinninga, jafn marga og sá sem lenti í ţriđja sćti. Hann átti vissulega möguleika á enn hćrra sćti, ţar sem hann tapađi skák sinni í nćstsíđustu umferđ eftir ađ hafa leikiđ tveumur ólöglegum leikjum en var ţá međ unna stöđu á borđinu.
Enginn keppandi var frá okkur í u-10 flokknum, en í nćsta flokki fyrir ofan (u-12) voru ţeir Valur Darri Ásgrímsson og Sigţór Árni Sigurgeirsson mćttir til leiks. Valur Darri, sem er yngra ári í flokknum átti viđ ramman reip ađ draga, en náđi ţó ţremur vinningum í hús af sjö mögulegum, sem verđur ađ teljast a.m.k. viđunandi árangur. Hann á líka mikiđ inni fyrir seinna áriđ. Sigţór er heldur sjóađri á ţessum vettvangi og hafnađi í skiptu fjórđa sćti međ fimm vinninga.
Markús Orri Óskarsson var okkar keppandi í u-14 flokknum. Hann byrjađi á ţví ađ vinna ţrjár fyrstu skákir sínar og barđist á toppnum allt mótiđ. Ţegar fimm umferđum ađ sjö var lokiđ var hann í toppbaráttunni međ fjóra vinninga, en var ófarsćll í lokaumferđunum báđum og tapađi ţeim skákum, (naumlega ţó). Ţótt Markús yrđi ađ sćtta sig viđ fjóra vinninga af sjö sýndi hann engu ađ síđur ađ hann er í hópi öflugust skákmanna okkar í ţessum aldursflokki. Í run mátti ekki miklu muna svo hann vćri ađ tefla um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferđ mótsins. Nu er bara ađ hamra járniđ međan ţađ er heitt!
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.