Skýrsla formanns um mót og ćfingar á nýliđnu starfsári

Inngangur

Nýliđiđ skákár 2022-2023 var félaginu á margan hátt hagfellt. Takmarkanir vegna sóttvarna sem höfđu veriđ okkur fjötur um fót eru nú ađ baki svo mót og ćfingar gátu nú gengiđ eđlilega fyrir sig. Ţátttaka á skákmótum hefur reyndar ekki náđ fyrri hćđum, en ekkert frekara hrap orđiđ á ţví sviđi. Gleđilegustu tíđindin eru ţó ţau ađ barna- og unglingaćfingar voru mun betur sóttar en undanfarin ár, einkum á vormisseri 2023. Hiđ sama á viđ um ţátttöku á skákmótum fyrir yngri iđkendur. Međ sama áframhaldi getum viđ horft međ björtum augum til framtíđar. Vonir standa m.a. til ţess ađ unga fólkiđ sýni sig í auknum mćli í hinu almenna skákstarfi, s.s. međ ţátttöku í mótum auk ţess sem okkar fulltrúar munu vonandi halda áfram ađ láta til sín taka á ungmennamótum á landsvísu.
Talning á ţátttakendum á mótum á vegum félagsins, svo og ţeim sem teflt hafa fyrir hönd félagsins í sveitakeppnum, leiđir í ljós ađ viđ sögu komu 109 manns. 
Á félagaskrá eru nú 85 manns. 

 

Helstu mót

Startmótiđ 2022 fór fram 11. september. Ţátttaka var međ minnsta móti í ţetta sinn, en sex keppendur tefldu tvöfalda umferđ.  Rúnar Sigurpálsson og Áskell Örn Kárason urđu efstir međ 7,5 vinning í 10 skákum.

Haustmótiđ hófst 22. september og voru keppendur 12 talsins eins og áriđ áđur.  Fyrirkomulag mótsins var nokkur nýlunda, en ţađ var teflt á fjórum dögum. Mótiđ hófst á fimmtudegi međ tveimur atskákum; nćstu daga voru tefldar fjórar kappskákir og lauk mótinu á sunnudegi. Áskell Örn Kárason varđ efstur međ 5,5 vinning og ţví skákmeistari SA.  Andri Freyr Björgvinsson varđ annar međ fimm vinninga og Elsa María Kristínardóttir ţriđja međ fjóra.
Í yngri flokki urđu Tobias Matharel og Brimir Skírnisson efstir međ ţrjá vinninga. Tobias varđ meistari eftir ađ hafa unniđ tveggja skáka einvígi ţeirra um titilinn.

Hausthrađskákmótinu 23. október lauk međ sigri Rúnars Sigurpálssonar.  Keppendur voru átta talsins.

Atskákmót Akureyrar var háđ dagana 20-21.nóvember. Keppendur voru 10 talsins og tefldar sex umferđir.  Áskell Örn Kárason bar sigur úr býtum, annar varđ Sigurđur Eiríksson og Smári Ólafsson ţriđji.  Tobias Matharel varđ efstur í yngri flokki (keppendur f. 2007 og síđar).

Sautján keppendur mćttu til leiks á jólahrađskákmóti félagsins sem haldiđ var á Kaffi Lyst ţann 29. desember. Tefldar voru níu umferđir og urđu ţeir Rúnar Sigurpálsson og Andri Freyr Björgvinsson efstir međ 7,5 vinning hvor.

Daginn eftir var hin víđfrćga hverfakeppni haldin. Skipt var í tvćr sveitir eftir búsetu.  Eftir spennandi (en ójafna) keppni sigrađi sveit skipuđ keppendum međ heimilisfesti norđan Hrafnagilsstrćtis sveit keppenda úr suđurhlutanum međ 28 vinningum gegn 12. Tefld var bćndaglíma í hrađskák. Var ţetta síđasta mót ársins 2022.

Međ nýju ári hófst Skákţing Akureyrar ţann 22. janúar og mćttu ţrettán keppendur til leiks. Ţetta mót var hiđ 86. í röđinni og tefldar sjö umferđir. Ţví lauk međ sigri Rúnars Sigurpálssonar, sem ţar međ hreppti titilinn „Skákmeistari Akureyrar“ ţriđja áriđ í röđ. Rúnar fékk 6,5 vinning í sjö skákum, en nćstir komu ţeir Áskell Örn Kárason og Sigurđur Eiríksson međ fimm vinninga.
Rúnar varđ einnig Akureyrarmeistari í hrađskák eftir sigur á Hrađskákmóti Akureyrar ţann 5. mars, vann alla andstćđinga sína, 11 talsins.

Páskahrađskákmótiđ fór fram á skírdag, 6. apríl. Rúmlega 20 keppendur mćttu til leiks. Rúnar sigurpálsson sigrađi eins og á flestum hrađskákmótum um ţessar mundir.

Skákţing Akureyrar í yngri flokkum
var háđ dagana 11. og 12. mars. Ţátttaka var mjög góđ og mćttu 20 börn til keppni. Tefldar voru sjö umferđir međ atskákarfyrirkomulagi (8-3) um tvo meistaratitla, í unglingaflokki (f. 2007-2011) og í barnaflokki (f. 2012 og síđar). Fóru leikar svo ađ Markús Orri Óskarsson vann allar sínar skákir og unglingaflokkinn um leiđ, en Valur Darri Ásgrímsson varđ hlutskarpastur í barnaflokki, fékk 4 vinninga.

Félagiđ stóđ svo fyrir Skákţingi Norđlendinga dagana 14-16. apríl. Ţátttaka var geysigóđ og skráđu sig 32 keppendur til leiks. Í ţetta sinn voru tefldar atskákir á mótinu (15-10), alls níu umferđir. Eftir jafna og ćsispennandi keppni stóđ Elsa María Kristínardóttir uppi sem sigurvegari međ sjö vinninga. Mun ţetta var í fyrsta skipti í 88 ára sögu ţessa móts sem kona hampar meistaratitlinum. Jafnmarga vinninga hlaut Stefán Bergsson sem varđ í öđru sćti, en ţriđji varđ fráfarandi meistari, Ţórleifur Karl Karlsson međ sex vinninga.  Í unglingaflokki (f. 2007) varđ Sigurbjörn Hermannsson efstur međ 5,5 vinning,  en heimamennirnir ţeir Sigţór Árni Sigurgeirsson og Markús Orri Óskarsson fengu hálfum vinningi minna. Hreppti Sigţór titilinn í unglingaflokki vegna betri oddastiga en Markús.
Ţórleifur Karl vann svo Hrađskákmót Norđlendinga og ţann meistaratitil sem ţví fylgir.  

Bikarmótiđ var teflt dagana 4. og 11. maí. Um er ađ rćđa útsláttarmót ţar sem keppendur falla úr leik eftir ţrjú töp. Tefldar voru atskákir. Rúnar Sigurpálsson vann ţetta mót örugglega, taplaus.

Mótaröđ. Á vormisseri var efnt til mótarađar í hrađskák. Hún samanstóđ af átta mótum; hiđ fyrsta var haldiđ 12.janúar, ţađ áttunda 27. apríl. Keppt var um ţađ ađ ná saman sem flestum vinningum. Ţegar upp var stađiđ hafđi Áskell Örn Kárason afar naumt forskot á Sigurđ Eiríksson, fékk hálfum vinningi meira en sá síđarnefndi, alls 49.    

Um hábjargrćđistímann voru haldin ţrjú sumarmót, eitt í hverjum mánuđi. Tefld var hrađskák. Á júnímótinu mćttu sjö til leiks, ţađ vann Markús Orri Óskarsson. Á júlímótinu urđu Símon Ţórhallsson og Áskell Örn Kárason jafnir og efstir af 11 ţátttakendurm, en Símon vann svo ágústmótiđ einn, ţar mćttu níu.

 

Ađ venju tók félagiđ ţátt í Íslandsmóti Skákfélaga og sendi nú ţrjár sveitir til keppni. A- og B-sveitirnar tefldu í 1. deild og vegnađi misvel. A-sveitin var í toppbaráttu og hafnađi ađ lokum í öđru sćti. B-sveitin átti hinsvegar viđ ramman reip ađ draga og varđ ađ sćtta sig viđ fall í ađra deild. Sömu örlög biđu C-sveitar félagsins, sem féll úr ţriđju deild í ţá fjórđu. Óvenjuerfitt var ađ ná saman sveitum í ţetta sinn,  (mikiđ um forföll),  og gengur vonandi betur nćst.
Ţá ber ađ nefna ađ Skákfélagiđ sendi nú í fyrsta sinn sveit til keppni á Evrópumóti skákfélaga, sem haldiđ var í Mayrhofen í Austurríki í októberbyrjun. Vitađ var ađ sveitin myndi ţurfa ađ berjast á neđri helmingi mótsins, enda margar afar sterkar sveitir sem ţarna mćttu til leiks. Sveitin endađi ađ lokum í 61. sćti af 70. Fyrir félagiđ tefldu ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson, Rúnar Sigurpálsson, Arnar Ţorsteinsson, Áskell Örn Kárason, Andri Freyr Björgvinsson og Haraldur Haraldsson.  Andri Freyr náđi bestum árangri liđsmanna; fékk fjóra vinninga í sex skákum.  

 

Barna- og unglingastarf

Ţessi ţáttur félagsstarfsins var međ allra blómlegasta móti á nýliđnu starfsári. Frá septemberbyrjun og til maíloka voru ađ jafnađi haldnar ţrjár ćfingar í viku; ein í almennum flokki (yngri börn) og tvćr í framhaldsflokki.  Á haustmisseri voru haldnar og 44 ćfingar og 54 á vormisseri.  Skráđir iđkendur í báđum flokkum voru 58, en sumir voru vissulega virkari en ađrir. Ađsókn jókst mikiđ á vormisserinu og má segja ađ ţá hafi u.ţ.b. 14-16 barna kjarni sótt ćfingarnar reglulega í báđum flokkum.   
Á vegum félagsins voru einnig reglulegar skákćfingar í fjórum grunnskólum á Akureyri og líka ađ Hrafnagili í samvinnu viđ Ungmennafélagiđ Samherja. Má ćtla ađ um tvöhundruđ börn hafi fengiđ skákennslu međ ţessum hćtti, frá ţriđja bekk upp í ţann sjöunda, en ađeins misjafnt var eftir skólum hvađa árgangar fengu ţessa kennslu.

Ţá var haldin röđ barnamóta á vormisseri, eitt mót á mánuđi frá janúar og fram í maí.  Sigurvegari í hópi eldri barna (f. 2007 og fyrr) varđ Markús Orri Óskarsson sem reyndar var efstur á öllum mótunum. Í flokki yngri barna var Vjatsjeslav Kramarenko hlutskarpastur. Ţátttaka var góđ í ţessum mótum, rúmlega 20 keppendur ţegar best lét. Síđasta mótiđ í röđinni, sem háđ var hinn 13. maí var jafnframt Svćđismót í skólaskák fyrir Norđurland eystra og komu ţá til keppni nokkrir nemendur í skólum utan Akureyrar. Í ţetta sinn var mótiđ ţrískipt skv. aldursflokkum skólaskákarinnar. Í yngsta flokki (1-4. bekkur), sigrađi áđurnefndur Vjatsjeslav Kramarenko,  nemandi í Lundarskóla. Í nćsta flokki (5-7. bekkur) bar Sigţór Árni Sigurgeirsson úr Oddeyrarskóla sigur úr býtum og í elsta flokknum sigrađi Markús Orri Óskarsson úr Síđuskóla. Ţessir ţrír unnu sér rétt til keppni á Landsmóti í skólaskák sem haldiđ var í Kópavogi dagana 11-12. júní. Auk ţeirra var Einar Ernir Eyţórsson úr Brekkuskóla, sem varđ annar í miđstigsflokknum,  valinn til keppni á mótinu. Segja má ađ allir akureyrsku keppendurnir hafi stađiđ sig međ sóma. Markús og Sigţór voru lengi vel ađ berjast um verđlaunasćti, en enduđu ekki nógu vel til ađ ná slíku sćti. Vjatsjeslav og Einar voru báđir ađ tefla á sínu fyrsta „stórmóti“ og stóđu sig ađ vonum. Sá fyrrnefndi varđ í miđjum hópi í yngsta flokki, en sá síđarnefndi ađeins fyrir neđan miđju í miđstigsflokknum. Mikil og dýrmćt reynsla fyrir ţá báđa.
Ţá er ţess ógetiđ ađ ţeir Tobias Ţórarinn Matharel og Sigţór Árni Sigurgeirsson voru valdir til ađ keppa fyrir Íslands hönd í fimm landa sveitakeppni á Írlandi í apríl og fengu ţar dýrmćta reynslu í keppni af ţví tagi, ţótt ţeir ynnu ekki til verđlauna.

 Áskell Örn Kárason, formađur Skákfélags Akureyrar. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband