Elsa María Norđurlandsmeistari!

Elsa María SŢN 2023 (2)Skákţingi Norđlendinga er nú nýlokiđ. Ţórleifur Karlsson, sem hafđi vinningsforystu ţegar tvćr umferđir voru eftir var heldur ófarsćll í lokaumferđunum og tapađi báđum skákum sínum. Elsa María vann hinsvegar báđar skákir sínar og mótiđ sjálft međ sjö og hálfum vinningi af níu. Hún varđ jöfn Stefáni Bergssyni, hinum brottflutta, en ađeins hćrri á stigum, enda vann hún innbyrđis skák ţeirra eftir ađ hafa varist vel í lakari stöđu. Ţórleifur hafnađi svo í ţriđja sćti međ sex og hálfan vinning. Alls skráđu sig 32 keppendur til leiks og má sjá lokastöđuna hér á chess-results, svo og öll úrslit í einstökum skákum.

Ţessi sigur Elsu Maríu er sögulegur, enda hefur ţađ aldrei gerst fyrr ađ kona hafi hampađ ţessum titli sem teflt hefur veriđ um ÁRLEGA frá árinu 1935. Sumsé 88 sinnum hefur karl unniđ, en nú var komiđ ađ konunum! 

Skrásetjara grunar ađ ţetta sé einn stćrsti, ef ekki sá allra stćrsti sigur sem kona hefur unniđ á móti sem opiđ er öllum kynjum. 

Unga kynslóđin lét sig ekki vanta á mótiđ enda var líka telft um meistaratitil í unglingaflokki (f. 2007 og síđar) Í ţeim aldursflokki fékk Sigurbjörn Hermannsson flesta vinninga, eđa fimm og hálfan, en ţar sem henn er búsettur utan Norđurlands gat hann ekki hreppt titilinn. Nćstir honum međ fimm vinninga komu ţeir Sigţór Árni Sigurgeirsson og Markús Orri Óskarsson og vann sá fyrrnefndi titilinn á betri oddastigum. Ţriđju varđ svo Tobias Matharel. 

Ţessum viđburđi lauk svo ađ venju međ hrađskákmóti. Ţar fékk hinn brottflutti Stefán Steingrímur átta vinninga af níu, en Ţóleifur og Áskell Örn Kárason komu nćstir honum međ sjö vinninga.  Ţórleifur hafđi betur eftir oddastigaútreikning og er ţví Hrađskákmeistari Norđlendinga ţetta áriđ. Keppendur voru 23.
Öll úrslit á chess-results.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband