Jólamótin - hraðskákmótið í Lyst!

Mótadagskrá Skákfélagsins um hátíðarnar er hefðbundin og fastmótuð. Svo verður einnig þessi jólin, en þó bryddað upp á nýjung.

Börnin fengu sitt jólamót um daginn, en nú er röðin komin að hinum fullorðnu. Jólahraðskákmótið verður nú haldið í Lystigarðinum í samvinnu við veitingastaðinn Lyst. Það hefst kl. 20 fimmtudaginn 29. desember. Veitingar á sérstöku tilboðsverði fyrir þátttakendur. Mótsgjald er kr. 1.500 og mun renna óskipt til björgunarsveitarinnar Súlna. Við vonumst auðvitað eftir góðri þátttöku enda þetta mót tilvalið fyrir iðkendur sem sjást ekki á hverjum degi í Skákheimilinu. 

Daginn eftir, þann 30. desember for svo hin árlega Hverfakeppni fram. Þar verður skipt í lið eftir búsetu og helst gert ráð fyrir því að þeir sem búa í bænum norðanverðum etji kappi við þá sem búa í suðurhlutanum. Ekki ólíklegt að mörkin verði dregin um Þingvallastræti, en endanleg niðurstaða um það fæst þegar keppendahópurinn liggur fyrir. Liðsstjóri Liga Nord verður Smári Ólafsson, en fyrir Suðurbandalagið Áskell Örn Kárason. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við annan þeirra og láta vita. 
Hér hefst taflið einnig kl. 20.

Að endingu getum við svo um Nýjársmótið sem kann að henta árrisulum skákiðkendum. Það hefst á nýjársdag kl. 14. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband