Evrópumót skákfélaga; skin og skúrir.

Nú er lokiđ fimm umferđum af sjö á ţessu móti. Í ţriđju umferđ mćttum viđ sćnska skákklúbbnum Wasa og náđum jöfnu 3-3. Nokkuđ gott gegn sveit sem er sterkari en viđ á pappírnum. Ţađ sama má segja um ensku sveitina 4 NCL Sharks, sem viđ tefldum viđ í fjórđu umferđ. Sú viđureign tapađist 2-4 og höfđum viđ ţó vinningsstöđur á ţeim ţremur borđum ţar sem skákir töpuđust. Töluverđ vonbrigđi ţar, en samt vorum viđ enn ađ glíma viđ heldur stigahćrri sveit. 
Í fimmtu umferđ í dag komu andstćđingarnir frá Liége í Belgíu, Cercle heitir klúbburinn. Ţeir međ nokkuđ sterka menn á tveimur efstu borđum, en viđ stigahćrri á ţeim neđri. Hér var tekiđ til óspilltra málanna og sigurinn 5,5-0,5 ţegar upp var stađiđ. 
Viđ erum ţví međ helming vinninga eftir fimm umferđir og fjögur stig, einn sigur og tvćr jafnar viđureignir.  Árangur liđsmanna:
Jón Kristinn     1,5/5
Rúnar            1,5/5
Stefán           3/4
Arnar            1/2
Áskell           2/5
Andri            4/5 (einn andst. mćtti ekki)
Haraldur         2/4

Sumsé allt til reiđu fyrir lokaumferđirnar. Hér er gott ađ vera og allir ánćgđir.



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband