Jafntefli í annarri umferð

Í annarri umferð Evrópumóts skákfélaga í Mayrhofen áttum við í kappi við norska sveit, Bærum Schakselskap. Þeir með þrjá alþjóðameistara á efstu borðum og umtalsvert sigahærri en við í efri hlutanum. SA stillti þannig upp(í borðaröð): Jón Kristinn, Rúnar, Stefán, Arnar (sem kom nú inn í fyrsta sinn), Áskell og Andri. Aðeins sá síðastnefndi stigahærri en andstæðingurinn.
Öllum á óvorum vorum við komnir í beian útsendingu, þannig að gjörvöll heimsbyggðin fylgdist með skákunum.
Fyrstur til að ljúka sinni skák var kapteinninn sjálfur; snörp sókn úr Sämisch-afbrigðinu í nimza og alþjóðameistarinn Mikalsen lá í valnum. Á öðru borði fékk Rúnar á sig stórhættulega sókn og komst ekki í var í tæka tíð. IM Mihaljov vann og staðan 1-1. Arnar tefldi traust með svörtu í drekanum á fjórða borði og hélt örugglega jafntefli. Áskell náði aldrei neinu taki á sínum andstæðingi á fimmta borði og að lokum skiptist allt upp í jafntefli. Staðan 2-2 og tvær skákir eftir. Á sjötta borði var Andri kominn með steinbítstak á félaga Bjugn og þvingaði hann til uppgjafar. Þá áttum við möguleika á sigri í viðureigninni. Jokko tök töluverða áhættu með drottningarfórn í jafnri stöðu en tölvurnar gáfu honum þó jafnt lengi vel. Þar kom þó að hann missté sig gegn Fróða f.v. Noregsmeistara í endatafli þarsem JK hafði hrók og riddara gegn drottningu. Nokkur peð á borðinu og tvísýn staða. En sumsé, hann fann ekki bestu leiðina og Fróði náði að knýja fram sigur.  Eins og áður, ekki fullkomlega ásættanleg úrslit en þó nokkuð eðlileg m.v. stigatölu keppenda. Tap með minnsta mun hefði svosem ekki verið nein stórtíðindi. En við komnir á blað með eitt sig eftir tvær umferðir. Okkar bíður væntanlega nokkur sterk sveit í þriðju umferð á morgun.

Á skrifandi stundu liggur þetta ekki alveg fyrir, en hér má sjá stöðuna og öll úrslit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband