Skýrsla formanns fyrir ađalfund 2022

Inngangur

Félagsstarfiđ á nýliđnu skákári 2021-2022, bar ţess nokkur merki ađ kórónaveiran herjađi á landsmenn og samkomutakmarkanir komu niđur á skákmótahaldi og ćfingum. Ţannig ţurfti ađ fresta bćđi Haustmótinu 2021 og Skákţingi Akureyrar 2022 um nokkrar vikur. Ţó tókst ađ ljúka báđum mótunum, en ţau drógust nokkuđ á langinn, einkum Skákţingiđ, sem stóđ í rúma ţrjá mánuđi, ef einvígi tveggja efstu manna um sigurinn er taliđ međ. Truflanir urđu einnig á skákćfingum barna og unglinga og ađrir taflfundir voru fćrri en áđur. Líklega hafđi ţetta einhver áhrif á ţátttöku í skákmótum, sem nú er heldur minni en var fyrir nokkrum árum. Er ţađ nokkuđ áhyggjuefni.  

 

Helstu mót

Startmótiđ 2021 fór fram 9. september. Tíu manns mćttu til leiks, sigurvegari var Rúnar Sigurpálsson.

Haustmótiđ hófst um miđjan október; ţar voru keppendur 12 talsins og kepptu allir í einum flokki, sjö umferđir. Andri Freyr Björgvinsson varđ meistari félagsins ţriđja áriđ í röđ; hann vann allar sínar skákir.  Arnar Smári Signýjarson varđ annar, Elsa María Kristínardóttir ţriđja.
Meistari í yngri flokki varđ Markús Orri Óskarsson, Tobias Matharel í öđru sćti.

Hausthrađskákmótinu 21. nóvember lauk međ sigri Rúnars Sigurpálssonar.  Keppendur voru átta talsins.

Hrađskáksyrpa međ fjórum mótum var haldin í nóvember og desember; ţar hlaut Áskell Örn Kárason flesta vinninga samanlagt.   

Atskákmót Akureyrar var háđ dagana 10. og 12. desember. Góđ ţátttaka var í mótinu, keppendur alls 14 talsins. Rúnar Sigurpálsson bar sigur úr býtum, annar varđ Andri Freyr Björgvinsson og Smári Ólafsson ţriđji.  Tefldar voru sjö umferđir eftir svissnesku kerfi.

Hefđbundin dagskrá var um jóladagana. Andri Freyr Björgvinsson sigrađi á vel skipuđu jólahrađskákmóti ţann 28. desember. Keppendur voru 12 talsins.

Tveimur dögum síđar var hin víđfrćga hverfakeppni haldin. Skipt var í tvćr sveitir eftir búsetu.  Eftir jafna og spennandi keppni sigrađi sveit skipuđ keppendum međ heimilisfesti norđan Ţingvallastrćtis sveit keppenda sunnan úr suđurhlutanum međ 28,5 vinningum gegn 27,5. Tefld var bćndaglíma í hrađskák.

Nýjársmótiđ 2022 var svo haldiđ á nýjársdag ađ venju. Ţar varđ Áskell Örn Kárason efstur í hópi sex keppenda.

Skákţing Akureyrar hófst međ keppni í yngri flokkum (f. 2006 og síđar) dagana 28. og 29. janúar. Sjö keppendur mćttu til leiks og tefldu atskákir međ umhugsunartímanum 10-5. 
Markús Orri Óskarsson bar sigur úr býtum, fékk 5,5 vinning af sex mögulegum. Í barnaflokki (f. 2011 og síđar) varđ Sigţór Árni Sigurgeirsson Akureyrarmeistari.  

Eftir frestun hófst svo keppnin um titilinn „Skákmeistari Akureyrar“ ţann 30. janúar. Tíu keppendur mćttu til leiks og tefldu allir viđ alla. Ţeir Rúnar Sgurpálsson og Andri Freyr Björgvinsson tóku brátt forystuna í mótinu og komu ađ lokum jafnir í mark; lögđu alla ađra keppendur ađ velli en gerđu jafntefli í innbyrđis skák. Ţeir háđu ţví tveggja skáka einvígi um titilinn eftirsótta og ţar hafđi Rúnar betur, vann seinni skákina eftir ađ ţeirri fyrri hafđi lokiđ međ jafntefli. Ţriđji í mótinu varđ Stefán G. Jónsson.  

BSO-mótiđ fór fram 11. maí og lauk međ sigri Andra Freys. Ţar mćttu sjö keppendur til leiks.

Sumarmánuđina var efnt til ţriggja hrađskákmóta, eins í hverjum mánuđi. Símon Ţórhallsson vann júnímótiđ og Rúnar Sigurpálsson júlí- og ágústmótin.

Ţá hélt félagiđ hrađskákmót ţann 11. júní í samvinnu viđ Kaffi Lyst, ţar sem teflt var. Símon Ţórhallsson vann ţađ mót.

Síđasta mót sem félagiđ stóđ fyrir á nýafstađinni skáktíđ var afmćlismót Ólafs Kristjánssonar, sem fór fram í Hofi 2-4. september sl. og var haldiđ í samvinnu viđ fjölskyldu Ólafs, sem var áttrćđur ţann 29. ágúst. Mótiđ var hiđ glćsilegasta og fór vel fram í alla stađi. Keppendur voru 33 talsins. Öruggur sigurvegari varđ alţjóđlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, sem fékk 10 vinninga af 11 mögulegum.  Efstir heimamanna urđu ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson, Rúnar Sigurpálsson og Áskell Örn Kárason. Ţeir fengu 7 vinning og höfnuđu í 4-6. sćti.

 

Ađ venju tók félagiđ ţátt í Íslandsmóti Skákfélaga og sendi fjórar sveitir til keppni. A-sveitin tefldi í hinni nýstofnuđu úrvalsdeild og lenti ţar í kröppum dansi. Varđ sveitin neđst af sex sveitum og féll í 1. deild. B-sveitin tefldi í 1. deild og var frá upphafi í hópi efstu sveita; lauk keppni í fjórđa sćti af átta. C-sveitin tók ţátt í 3. deild og var hársbreidd frá ţví ađ komast upp í 2. deild, hafnađi ađ lokum í ţriđja sćti. D-sveit hóf keppni í 4. deild haustiđ 2021, en vegna mikilla forfalla, m.a. vegna covid tókst ekki ađ manna sveit í seinni mhlutanum.

Skákţing Norđlendinga var ađ ţessu sinni haldiđ á Húsavík dagana 25-27. mars.  Örn Leó Jóhannsson sigrađi á mótinu en Áskell Örn Kárason varđ í öđru sćti og um leiđ efstur Norđlendinga. Er hann ţví Skákmeistari Norđlendinga í ár. Hálfum vinninga á eftir Áskeli urđu ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson. Áskell var einnig Hrađskákmeistari Norđlendinga.

 

Barna- og unglingastarf

Eins og áđur er getiđ varđ nokkur truflun á ćfingahaldi vegna samkomutakmarkana. Líklega hafđi ţetta einhver á hrif á ástundun og ţátttöku, en heldur fćrri ćfđu nú međ félaginu en áđur. Dagskráin gerđi ráđ fyrir einni ćfingu í viku fyrir byrjendur og yngri börn, en bođiđ var upp á tvćr ćfingar vikulega í framhaldsflokki. Alls voru haldnar 43 ćfingar á haustmisseri og 54 á vormisseri.

Ţá voru á vegum félagsins reglulegar skákćfingar í ţremur grunnskólum á Akureyri, í ţriđja, fjórđa og fimmta bekk. Sömuleiđis sá félagiđ um reglulegar ćfingar fyrir börn í Hrafnagilsskóla í samvinnu viđ Ungmennafélagiđ Samherja.

 

Áskell Örn Kárason, formađur Skákfélags Akureyrar.  

 

Fundargerđ síđasta ađalfundar:

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband