Rúnar Sigurpálsson skákmeistari Akureyrar 2022
Sunnudagur, 1. maí 2022
Seinni skák þeirra Rúnars og Andra Freys Björgvinssonar um Akureyrarmeistaratitlinn er nýlokið með sigri Rúnars. Fyrri skák þeirra félaga lauk með jafntefli og ef aftur hefði orðið jafnt í dag hefði þurft að útkljá titilbaráttuna í styttri skákum, en til þess kom ekki. Til upprifjunar minnum við á að þeir félagar urðu jafnir og langefstir á Skákþingi Akureyrar sem hófst í janúarlok.
Rúnar varð einnig meistari á síðasta ári og mun þetta vera í sjötta sinn sem hann vinnur þennan eftirsótta titil. Hann er hefur einnig orðið hraðskákmeistari Akureyrar þessi tvö ár og reyndar unnið flest mót sem hann hefur tekið þátt í á vegum félagsins undanfarin ár.
Við óskum honum til hamingju með titilinn.
Myndin með fréttinni er tekin rétt eftir skákina.
Meginflokkur: Meistarar SA | Aukaflokkur: Akureyrarmeistarar | Breytt 11.9.2022 kl. 17:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.