Áskell skákmeistari Norđlendinga í fjórđa sinn
Ţriđjudagur, 29. mars 2022
Skákţing Norđlendinga, hiđ 88. í röđinni var háđ á Húsavík um síđustu helgi. Mótiđ var jafnframt liđur í BRIM-mótaröđinni. Alls 20 keppendur mćttu til leiks. Tefldar voru sjö umferđir eftir svissnesku kerfi, fjórar atskákir á föstudegi, tvćr kappaskákir á laugardegi og lokaskákin á sunnudegi.
Örn Leó Jóhannsson sigrađi á mótinu, fékk 5,5 vinninga. Áskell Örn Kárason og Gauti Páll Jónsson fengu 5 vinninga og ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson, Stefán Bergsson og Jóhann Ingvason 4,5. Heildarúrslit má sjá á Chess-results.
Átta SA-félagar tóku ţátt í mótinu, en ţátttaka eyfirskra skákmanna hefur ţó oft veriđ betri. Ađeins ţeir keppendur sem eiga lögheimili á Norđurlandi geta hreppt hinn eftirsóknarverđa titil "Skákmeistari Norđlendinga". Fyrir lokaumferđina var Jón Kristinn efstur Norđlendinga, en ţeir Áskell og Símon, sem telfdu sín á milli, áttu líka möguleika á titlinum. Ţegar Jón Kristinn laut í lćgra haldi fyrir Jóhanni Ingvasyni varđ skák ţeirra félaga ađ hreinni úrslitaskák um titilinn. Eftir miklar sviptingar náđi Áskell ađ stýra sínu fleyi í sigurhöfn og var öđrum skákum ţá löngu lokiđ.
Á myndinni má sjá ţrjá efstu Norđlendingana, frá vinstri, Jón Kristinn, Áskell og Símon. Í baksýn mynd Péturs Jónassonar af höfuđstađ Ţingeyinga. Myndina af verđlaunahöfum tók Stefán Bergsson.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.