Skákþinginu frestað!

Vegna útbreidds smits í samfélaginu og hvatningar til fólks að hafa hægt um sig, hefur það orðið að samkomulagi að fresta Skákþingi Akureyrar, sem hefjast átti á morgun 16.janúar, til sunnudagsins 30. janúar. Dagskrá mun þá færast aftur um tvær vikur, a.m.k. meðan annað verður ekki tilkynnt. 
Aðrar breytingar eru ekki áformaðar að sinni. Æfingar barna og unglinga halda áfram sem áður og stefnt að Akureyrarmóti í yngri flokkum þann 28. og 29. janúar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband