Hiđ eilífa norđur

Hin árlega hverfakeppni Akureyrskra skákmanna fór fram í gćr, 30. desember. Skipt var í liđ eftir búsetu og mörkin dregin um Ţingvallastrćti. 
Tefldar voru hrađskákir, s.k. bćndaglíma. Norđurbandalagiđ (öđru nafni Liga Nord) tefldi fram átta mönnum en suđursveitin (öđru nafni Allianza del Sud) hafđi ađeins sjö mönum á ađ skipa og barđist ţví viđ ofurefli. Hvíldu norđanliđar einn mann í hverri umferđ og nýttu sér ţađ út í ystu ćsar. Ţađ kom enda á daginn ađ Allianzuna ţraut erindiđ í lokaumferđinni, sem tapađist 2,5-4,5. Viđ ţađ skaust Ligan fram úr og sigrađi međ 28,5 vinningum gegn 27,5. Var ţađ af sumum talinn frekar óverđskuldađur sigur. 

Liđsskipan var sem hér segir, svo og vinningar hvers liđsmanns. Athugiđ ađ norđanmenn tefldu sjö skákir hver, sunnanmenn átta.

Liga Nord:

Rúnar Sigurpálsson         7

Jón Kristinn Ţorgeirsson   6 

Símon Ţórhallsson          5

Smári Ólafsson             4,5

Sigurđur Arnarson          2,5

Grétar Eyţórsson           2

Arnar Smári Signýjarson    1,5

Benedikt Stefánsson        0

Allianza del Sud:

Áskell Örn Kárason         6,5

Andri Freyr Björgvinsson   5

Elsa María Kristínardóttir 5

Sigurđur Eiríksson         3,5

Stefán G Jónsson           3,5

Karl Egill Steingrímsson   3

Hilmir Vilhjálmsson        1

 

Nćst verđa töflin tekin fram á morgun, nýjársdag kl. 14.00, hiđ árlega Nýjársmót. 

Óskum viđ svo öllum árs og friđar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband