Skákmót Brekkuskóla - Brimir skólameistari.

Skólaskákmót Brekkuskóla - fyrir nemendur í 5-7. bekk var haldiđ ţann 9. og 10. desember. Alls skráđu sig 27 keppendur til leiks. Fyrri daginn voru tefldar fjórar umferđir og svo ţrjár umferđir til úrslita seinni daginn, en ţá tefldu ađeins ţeir keppendur sem höfđu náđ a.m.k. tveimur vinningum fyrri daginn. Ţađ voru ţví 18 keppendur sem tefldu til úrslita um ţá meistaratitla sem í bođi voru. 
Lok mótsins voru nokkuđ dramatísk. Tobias Ţórarinn Matharel úr sjöunda bekk, sem ţótti sigurstranglegur fyrir mótiđ, vann sex fyrstu skákir sínar, en beiđ lćgri hlut í lokaumferđiunni fyrir Fannari Bjarka Ólasyni úr sjötta bekk. Viđ ţađ náđi ćfingafélagi Tobiasar, Brimir Skírnisson honum ađ vinningum. Ţeir tefldu ţví úrslitaskák um sigurinn á mótinu og lauk henni međ sigri Brimis, sem ţví er skákmeistari Brekkuskóla í ár. Verđlaunahafar á mótinu voru ţessir:

röđnafnárgvinn
1Tobias Matharel76
2Brimir Skírnisson76
3Smári Steinn Ágústsson75
 Gunnar Logi Guđrúnarson75
 Baldur Thoroddsen75
 Fannar Bjarki Ólason65
 Hinrik Hjörleifsson75
8Stella Kristín Júlíusdóttir54
 Guđrún Vala Rúnarsdóttir64
 Helgi Kort Gíslason54
 Egill Ásberg Magnason54

Eins og sjá má urđu fimm keppendur jafnir í ţriđja sćti, en af ţeim var Smári Steinn hćstur á stigum (samanlagđir vinningar andstćđinga hans). Fannar Bjarki varđ bekkjarmeistari sjötta bekkjar, en nćst honum kom Guđrún Vala Rúnarsdóttir. Ţau Stella, Helgi og Egill hlutu flesta vinninga fimmtubekkinga og fćr Stella bekkjarmeistaranafnbótina ţar sem hún er međ fleiri stig en bekkjarbrćđur hennar.

Brekkuskóli 2021

Ađ loknu skákmótinu. Fremst sitja sigurvegararnir (frá vinstri) Fannar Bjarki, bekkjarmeistari sjötta bekkjar, Stella Kristín bekkjarmeistari fimmta bekkjar og Brimir sigurvegari mótsins. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband