Haraldur Ólafsson jarđsettur

Á morgun, 20. september kl. 10 verđur til grafar borinn Haraldur Ólafsson skákmeistari og heiđursfélagi Skákfélags Akureyrar. Haraldur var fćddur áriđ 1929. Hann var um árabil virkur í starfi félagsins, einn af ţeim harđsnúna hópi skákáhugamanna sem hélt uppi skákstarfi hér í bćnum á sjötta, sjöunda og fram áttunda áratug síđustu aldar. Hann var ritari félagsins í nokkur ár á sjötta áratugnum. Haraldur varđ tvisvar hráđskákmeistari Akureyrar, árin 1959 og 1970 og var alla tíđ međal virtustu velunnara félagsins. 

Félagiđ minnist heiđursfélaga síns međ virđingu og sendir ađstandendum hans samúđarkveđjur. 

Haraldur Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni sést Haraldur (fyrir miđju) ađ tafli. Andstćđingur hans mun vera fyrrverandi heimsmeistari Boris Spassky, en myndin er tekin á fjöltefli ţess síđarnefnda á Húsavík áriđ 1978.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband