Startmótið á sunnudaginn!

Upphaf skáktíðar nú er með óvenjulegum hætti vegna takmarkana sem Covid-ástand hefur á allt samkomuhald. Þessvegna hefur okkar hefðbundna STARTMÓT, sem skv. hefð hefur verið haldið í ágústlok eða septemberbyrjun, frestast nokkuð. Til greina kom að halda mótið á Netinu, en nú hafu verið ákveðið að tefla í Skákheimilinu, en að gæta um leið að sóttvörnum í anda þeirra reglna sem Skáksambandið hefur auglýst. 

Mótið hefst kl. 13 þann 13. september nk. og verður staðið að því með eftirfarandi hætti:

Hámarksfjöldi keppenda verður 14.

Skrá þarf þátttöku fyrirfram á netfangið askell@simnet.is (fyrstir koma - fyrstir fá!)

Borðgjald kr. 500 greiðist inn á 302-26-4536 kt. 590986-2169 (börn á grunnskólaaldri þó undanskilin).

Skáksalur og áhöld verða sótthreinsuð fyrir mót og áhöld einnig í miðju móti.

Keppendur spritti hendur fyrir mót (spritt á staðnum) og a.m.k. einu sinni í miðju móti.

Keppendur forðist handabönd og snertingar og gæti að eins metra reglu milli skáka.

Engar veitingar í boði, en að sjálfsögðu heimilt að taka með sér hressingu.

Við viljum láta reyna á það hvernig þetta gengur, en líklegt er að umgjörð Haustmóts félagsins verði með svipuðum hætti, ef sóttvararreglur haldast óbreyttar. Munið að Skákheimilið hefur nú flutt alla sína starfsemi í Norðursal. Við vonumst svo til að fá sem flesta, þ.e.a.s. allt að 14 þátttakendur. Öllum heimil þátttaka þar til þeirri tölu er náð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband