Haustmótið, fjórða umferð

Í kvöld fór fram fjórða umferð Haustmótsins.
Úrslit urðu sem hér segir:
Áskell – Smári 1-0
Hilmir – Elsa 0-1
Sigurður – Andri 0-1
Benedikt – Símon frestað til mánudags.

Í skák Áskells og Smára kom upp staða þar sem hvítur hafði frumkvæðið en svarta staðan virtist traust. En þegar Smári lék ónákvæmum drottningaleik fékk hvítur töluvert frumkvæði sem leiddi til liðsvinnings og sigurs. Öruggur sigur hjá alþjóðlega meistaranum.

Hilmir tefldi vel framan af gegn Elsu en tefldi of hratt og lék illa af sér í miðtaflinu og fékk gjörtapað.

Í skák Sigurðar og Andra fékk svartur betra út úr byrjuninni þar sem ákveðnir samgönguerfiðleikar mynduðust í hvítu stöðunni. Andri tefldi fyrri hluta miðtaflsins kröfuglega og vann peð. Eftir það var eins og honum tækist ekki að fylgja eftir góðri byrjun og svartur vann peðið til baka og stóð til efnilegrar sóknar. Hvítur var full ákafur í sókninni og gar svörtum færi á mótspili sem varð til þess að hvíta staðan hrundi.

Vakin er athygli keppenda á því að næsta umferð fer fram á laugardaginn kl. 13 en ekki á sunnudag eins og venjan er. Ástæða þessa er íþróttakappleikur með bolta í Höllinni á sunnudaginn. Þá eigast meðal annars við þeir Andri og Áskell sem báðir hafa fjóra vinninga eftir fjórar umferðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband