Landsmót í skólaskák: Tvímennt á toppnum í báđum flokkum.
Föstudagur, 5. maí 2017
Landsmótiđ í skólaskák hófst á Akureyri í dag og ru fjórum umferđum nú lokiđ. Í eldri flokki hafa tveir stigahćstu keppendurnir, Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson, tekiđ forystuna, međ 3,5 vinning. Ţeir sömdu stutt jafntefli í innbyrđis skák ţar sem hvorugur vildi láta sverfa til stáls. Ţeir félagar hafa náđ vinningsforskoti á nćstu keppendur, sem eru Nansý Davíđsdóttir, Birkir Ísak Jóhannsson og Stephan Briem. Nansý hefur átt erfitt uppdráttar ţađ sem af er. Hún á eftir ađ mćta báđum forystusauđunum og teflir viđ Hilmi í fimmtu umferđ í fyrramáliđ.
Í yngri flokki gerđu ţeir Róbert Luu og Benedikt Briem jafntefli í skák sinni í fjórđu umferđ og deila nú efsta sćtinu međ 3,5 vinning hvor. Ţeirra skák var hinsvegar tefld í botn. Gunnar Erik Guđmundsson er ţriđji međ 3 vinninga og teflir viđ Benedikt í fyrramáliđ.
Fulltrúar okkar heimamanna hafa átt erfitt uppdráttar ţar sem af er, einkum í yngri flokki. Arnar Smári er međ tvo vinninga af fjórum í eldri flokki og má nokkuđ vel viđ una; Gabríel hefur sömuleiđis tvo í yngri flokki; ţeir Ágúst Ívar og Fannar hafa einn vinning hvor.
Eins og komiđ hefur fram fer mótiđ fram í Rósenborg hinu gamla húsi Barnaskóla Akureyrar viđ Skólastíg. Teflt er í Félagsmiđstöđinni Tróju, auk ţess sem meirihluti keppenda gistir í húsinu.
Á morgun, laugardag verđa tefldar tvćr umferđir međ keppskákarfyrirkomulagi og hefst fyrri umferđin kl. 10.
Öll úrslit á chess-results: yngri og eldri
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.