Mótaröðin - enn vinnur Jón

Í gærkvöldi fór 4. umferð Mótaraðarinnar fram. 11 keppendur á öllum aldri mættust og tefldu hraðskák. Leikar fóru þannig að tveir keppendur stungu alla af og unnu allar sínar skákir þar til í lokaumferðinni er þeir mættust. Í þeirri úrslitaskák rúllaði Jón Kristinn Þorgeirsson yfir Sigurð Arnarson af miklu öryggi og tryggði sér sigur með 10 vinninga af 10 mögulegum.
Athygli vakti vaskleg framganga hinna ungu Arnars og Gabríels sem oft á tíðum fengu mjög góðar stöður og tefldu vel. Reynsluleysi þeirra varð til þess að vinningarnir urðu færri en efni stóðu til en það mun lagast með tímanum og góðri ástundun.
Lokastaðan varð þessi:

Jón Kristinn Þorgeirsson

10

 

Sigurður Arnarson

9

 

Elsa María Kristínardóttir

7

 

Haraldur Haraldsson

7

 

Stefán Arnalds

6

 

Haki Jóhannesson

5

 

Karl Egill Steingrímsson

4,5

 

Heiðar Ólafsson

3,5

 

Gabríel Freyr Björnsson

2

 

Hilmir Vilhjálmsson

1

 

Arnar Smári Signýjarson

 0

 

  

 

Næst teflum við á sunnudaginn. Þá fer fram 15 mínútna mót og hefst það kl. 13.00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband