Jón bikarmeistari
Mánudagur, 9. maí 2016
Í kvöld réđust úrslitin í bikarmótinu. Keppnin fór ţannig fram ađ dregiđ var um keppendur í hverri umferđ og eftir ţrjú töp féllu menn úr keppni. Ţrír keppendur voru eftir ţegar sest var ađ taflborđinu í kvöld, ţeir Andri Freyr Björgvinsson, Símon Ţórhallsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson. Andri hafđi tapađ 2,5 vinningu, Símon 2 en Jón Kristinn var taplaus og sat yfir í fyrstu umferđ kvöldsins. Viđureign Símonar og Andra var ţví keppni um hvor fengi ađ mćti Jóni í einvígi um titilinn. Svo fór í ţeirri skák ađ Andri tefldi stíft til vinnings, enda dugđi honum ekki jafntefli. Um tíma stóđ hann mun betur en Símon náđi gagnsókn sem auđveldlega gat leitt til ţráteflis. Ţađ gat Andri ekki sćtt sig viđ og ađ lokum fór svo ađ hann tapađi.
Ţá settust Símon og Jón ađ tafli. Símon stýrđi hvítu mönnunum og upp kom Kóng-indversk vörn. Hart var barist en svo fór ađ lokum ađ Jón snéri á Símon og sigrađi. Ţar međ féll Símon úr keppni og Jón stóđ ţví uppi sem sigurvegari og ţađ án ţess ađ hafa tapađ svo mikiđ sem hálfum vinningi.
Glćsilega gert hjá Jóni.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.